Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 59
Framhaldssaga eftir
RUTH FLEMING
Nýi
herrctgctrðs-
eigandinn
„Það vonarðu auðvitað,“ sagði
hún. „En er þér alveg ljóst hvað
þú ært að gera? Veiztu ekki, að
maður í þinni stöðu hefur ýms-
um skyldum að gegna? Þér ber
skylda til að kvænast efnaðri
stúlku, og svo kastarðu þér í
fang fátækrar stelpu, sem ekk-
ert á undir sér að neinu leyti.
En hún hefur haldið vel á spil-
unum. Mig renndi grun í að hún
ætlaði sér þetta frá því fyrst hún
kom til okkar í London, og . . .“
„Þar skjátlast þér, mamma,“
tók Bruce framm í fyrir henni.
„Nei, drengur minn, mér skjátl-
ast aldrei í þessum efnum.“
„Ef þú heldur því fram, að
Linda sé eitthvert glæfrakvendi,
þá skjöplast þér hrapallega!
Hún hefur heilsteypta og hreina
skapgerð, og hún er sú eina, sem
getur gert mig gæfusaman.“
„Ég hef verið vakin og sofin
yfir velferð þinni — þótt ég bú-
ist kannske ekki við því að það
verði þakkað. En ég hef fyrst
og fremst lífshamingju þína í
huga, þegar ég nú segi þér
hreint út þá sannfæringu mína,
að þú sért að hlaupa á þig, og
ég vildi óska að þér skildist
það.“
„Ég vil ekki heyra orði hallað
á Lindu,“ svaraði hann festu-
lega. „Ég er enginn einfeldning-
ur, mamma, og ég þekki Lindu
það vel að ég veit að hún hefur
mikla mannkosti.“
„Allir ástfangnir karlmenn
eru blindir,“ sagði frú Kinlock,
„og nú ertu sjálfsagt svo blind-
ur að þú ímyndir þér að þú sért
fyrsti karlmaðurinn í lífi Lindu.
Hefurðu gleymt Maurice Carn-
forth?“
„Það hefur aldrei verið neitt
ÁGÚST, 1955
57