Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 65

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 65
,.Ef þú ækir okkur aftur heim á hótelið, væri ég þakklát,“ sagði Linda, þegar Agnes kom til þeirra. „Það geri ég nú nauðugur,“ svaraði Maurice. „Getur Agnes ekki tekið leigubíl og við svo borðað hádegisverð saman? Ég veit um alveg afbrags góðan stað þar sem hægt er að fá fyr- irtaks mat.“ „En Maurice . . . “ „Já, ég veit vel að Bruce væri á móti því“ tók hann fram í fyrir henni „en ég held þú þurf- ir ekki að lita svo svart á það. Honum finnst það varla hættu- legt, þótt þú borðir með gömlum æskufélaga. Þú veizt þetta er opinber staður með mörgum gestum . . Agnes andvarpaði þreytulega, þegar Linda þáði boðið, en hún andmælti ekki. Þetta var þver- öfugt við hennar vilja, en hins vegar gat hún skilið að Lindu langaði til að lyfta sér eitthvað upp, eftir hina löngu og erfiðu mánuði, sem hún hafði stritað heima í höllinni. Lindu fannst einhver léttir í því að koma inn í hlýlegan veit- ingasalinn, sem kliðaði af sam- tali gestanna, og þar sem önnum kafnir þjónar þustu milli borð- anna. Maurice pantaði matinn, og hún hló til hans. „Það lítur út fyrir að þú hafir vit á mat,“ sagði hún. „Kemurðu oft hingað?“ „Ég fer alltaf hingað, þegar ég kem til Glasgow,“ svaraði hann, „en ég verð að viðurkenna, að mig hefur aldrei dreymt um að fá tækifæri til að hafa þig með.“ Maturinn kom og þau rifjuðu upp gamlar minningar, meðan þau borðuðu. En svo mátti sjá, að Linda varð hugsi út af ein- hverju, og loks sagði hún: „En hvernig hefurðu eiginlega hugsað þér lífið í framtíðinni, Maurice?“ spurði hún. „Ekki geturðu haft í hyggju að ganga svona iðjulaus til lengdar?“ „Nei,“ sagði hann, „og ég hef oft hugleitt að fara til Suður- Ameríku. Þar gseti ég ef til vill gripið gæfuna. Mig langar burt frá þessu kalda, grámyglulega landi, þangað, sem er sól, ylur og litir. Það væri áreiðanlega dá- samlegt að búa á stórri bújörð í Argentínu, þar sem hálfviltir hestar reika um víðáttumiklar sléttur og raunverulegt frelsi ríkir.“ „Nú, en það er ekki nokkur skapaður hlutur, sem hindrar þig í að fara, er það?“ „Ég fer þangað sjálfsagt fyrr eða síðar,“ svaraði hann og horfði alvarlega á hana. „En ég þarf að ganga frá dálitlu fyrst.“ ÁGÚST, 1955 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.