Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 7
Sam klappaði á ístru sér.
- „Ekkert eins gott og æfingin, ef
maður ætlar að halda heilsu og
kröftum.“
Carroll kinkaði kolli óþolin-
móður. Þegar öllu var á botninn
hvolft, langaði hann ekki til að
heyra rödd Sams. „Láttu mig fá
mjólkurhristing, Sam.“
Þeir gengu inn í knæpuna.
Carroll settist á einn af kringl-
óttu stólunum við langborðið og
horfði á Sam hella mjólk í hrist-
inn. „Ekkert jafnast á við
mjólk,“ sagði Sam. „Hún heldur
taugakerfinu í lagi.“ Carroll leit
á vísana á rafmagnsklukkunni
fyrir ofan dyrnar. Hana vantaði
kortér í ellefu. Honum var ó-
mögulegt að fara í rúmið fyrir
miðnætti. Hann einblíndi á þétt-
setna skápana sem blöstu við
honum. „Ekki vænti ég, að þú
seljir vasahnífa, Sam?“
„Vissulega. Ég sel allt. Það er
það sem er að koma mér á haus-
inn. Ekkert verra en að hafa
hluti á boðstólum í þeim tilgangi
að svala eftirspurninni." Sam
dró kassa með vasahnífum fram
úr einum skápnum, kom með
hann og lagði hann á langborð-
ið. „Fallegir þessir,“ mælti hann.
„Enginn ódýrari en fimmtíu
cent.“
Caroll virti nokkra þeirra fyr-
ir sér og valdi loks þann stærsta
og gljáfegursta. „Ég tek þenn-
an,“ mælti hann.
„Þú hefur sveimér dýran
smekk! Einn dollar.“
Carroll borgaði fyrir mjólkur-
hristinginn og hnífinn, og sagði
„Góða nótt, Sam,“ um leið og
hann gekk út á götuna. Eftir
hálfa aðra klukkustund ætlaði
hann sér að vera búinn að ganga
sex kílómetra. Þá myndi líkami
hans vera orðinn nægilega
þreyttur til að gefast upp fyrir
svefninum. Hann vonaði, að þá
myndi engri rödd eða hljóði tak-
ast að raska ró hans.
ÞAÐ var morgunn, þegar Car-
roll vaknaði. Hann lá með höf-
uðið ofan á handarbökunum og
hlustaði á marz-regnið lemja
gluggarúðurnar. Allt í einu
mundi hann eftir leiðinlegum
söngtexta, sem allir voru með á
vörunum: „Þótt apríl-regnskúr
þig erti æ, hann ber þér rósir
sem blómstra í maí.“ Marz-regn-
ið ber manni ekki neitt. Marz-
regnið gerir ekki annað en að
loka mann inni og svipta mann
allri von um að geta flúið.
Michael og frú Nolan voru að
ræða saman frammi í eldhúsinu.
Rödd Michaels lá óvenju hátt,
því honum var mikið niðri fyrir.
„Lítið á hann, frú Nolan, lítið á
hann! Er hann ekki fallegur?11
„Það er hann,“ anzaði frú No-
ÁGÚST, 1955
5