Heimilisritið - 01.08.1955, Qupperneq 14
ar hversu vel hún og Peter höfðu
ávallt skemmt sér saman. Hún
var allt í einu komin í ljómandi
skap, og dagurinn var svo sól-
bjartur og hlýr og það var rétt
eins og hún hefði verið flutt í
skyndi til einhverrar f jarlægrar,
suðrænnar strandar.
— Maðurinn minn tilvonandi
er líka ásjálegur, sagði hún.
Hann er fremur vel efnaður.
Hann er arkitekt og býr í Edin-
borg.
— Edinborg? Þá verður þú að
búa þar. Heldurðu ekki að þú
munir sakna Lundúna?
— Jú, það geri ég sjálfsagt —
til að byrja með.
— Bara að þú sjáir ekki eftir
því.
— Nei, það skaltu ekki vera
hræddur um. Það á ekki við mig
að vera ein.
— Nei, það er tiltölulega auð-
velt að fá skilnað, sagði hann, —
en það er ekki líkt því eins þægi-
legt að vera fráskilinn.
— Nú, hefur þú fundið fyrir
því líka?
Þjónninn færði þeim nú
drykkjarföngin, og á meðan Pet-
er var að borga honum tók hún
eftir því að hann var með all-
mörg grá hár við gagnaugun, og
við munnvikin voru hrukkur,
sem hún hafði ekki séð fyrr.
Hún tók upp púðurdósina sína,
og hún veitti því athygli á með-
an hún horfði í spegilinn hvern-
ig Peter virtist ætla að gleypa
hana með augunum, en hún leit
ekki upp.
— Maður venur sig á að búa
með ann^rri manneskju, sagði
hann, — og svo hverfur þessi
manneskja allt í einu, og maður
er aleinn.
Hún leit á hann alvarleg og
sagði með hægð: — Það er öðru
vísi þegar það er dauðinn, sem
skilur fólk að. Þá getur maður
alltaf huggað sig við — minning-
arnar.
— Þú átt við, að jafnvel þótt
það sé sorglegt, þá sé það eðli-
legra?
— Já, dauðinn er ef til vill
eins og sverð — en hjónaskilnað-
urinn er tvíeggjað sverð, sem
særir til beggja hliða.
Andartak sátu þau þögul og
horfðu út yfir hafið á meðan þau
rifjuðu upp fyrir sér atvik úr
hjónabandi þeirra, sem hafði
lokið svo skyndilega fyrir einu
ári.
— Þú varst vön að segja að
það væri eins að vera gift aug-
lýsingamanni og að vera gift
landkönnuði. Manstu eftir því
Lydia?
Hún brosti.
— Já, og það var alls ekki svo
vitlaust. Þú varst svo niðursokk-
12
HEIMILISRITIÐ