Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 8

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 8
lan með sinni djúpu röddu. — Carroll settist upp í rúminu. Það var of seint að segja varn- aðarorð við frú Nolan. „Biðjið þér um hluti, þegar þér lesið bænimar yðar, frú No- lan?“ spurði Michael ákafur. „Það geri ég.“ Panna heyrðist falla á gólfið. „Margan óhreinan stað hef ég séð um dagana, sem var þó hreinn miðað við eldhús- ið atarna,“ sagði frú Nolan. „Þið hagið ykkur eins og villimenn, vikurnar út í gegn. Hamingjan hjálpi ykkur, ég segi ekki meir.“ „Færðu alltaf það sem þú bið- ur um?“ spurði Michael. „Það er nú undir ýmsu kom- ið, býst ég við. Ég reyni nokk- urn veginn að skilja, hvað það er, sem minn góði Guð vill sjálf- ur láta mér í té, og það bið ég hann um — annað ekki.“ „Þannig fór ég að því að eign- ast þennan hníf.“ sagði Michael. „Hann hefur bæði lítið blað og stórt blað, auk þess korktrekkj- ara, og al til að stinga í leður.“ „Þú hlýtur að hafa beðið mjög heitt og innilega,“ svaraði frú Nolan. í rödd hennar heyrðist samt enginn vottur undrunar. „Ég bað bara Heil sértu Mar- ía,“ sagði Michael, „en ég bað fjarska hægt, á þann hátt, sem pabbi sagði mér að ég ætti að biðja.“ Andartak var Michael þögull. „En í kvöld ætla ég að biðja um eitt, sem raunverulega er einhvers virði. Ég bað bara um hnífinn til þess að vita, hvernig færi. — Þegar þú kemur hingað 1 næstu viku, verður tekið á móti þér af fleirum en mér og pabba.“ Frú Nolan varð hin önugasta í röddinni, er hún spurði: „Ein- hverri, sem verður komin í minn stað, kannske?“ „Hún bjó hér hjá okkur pabba, áður en þú komst,“ svaraði Mic- hael, og rödd hans bjó yfir mikl- um leyndardómi. „Og nú kemur hún aftur.“ „Michael!“ hrópaði Carroll. Michael hljóp á dyr. Hnífur- inn gljáði í hendi hans. „Sjáðu, hvað ég hef fengið,“ mælti hann. „Ég var að sýna frú Nolan hann.“ „Komdu hingað,“ skipaði Car- roll. Þegar Michael var kominn að rúmstokknum, laut Carroll yfir hann og tók báðum hand- leggjum utan um hann. Hann hafði aðeins eitt við barnið að segja, og það var ekki hægt að segja nema á einn hátt, með því að flýta sér og undirbúnings- laust. „Mér þykir vænt um. að þér líkar hann,“ sagði hann. „Ég keypti hann handa þér hjá hon- um Ramatsky í gærkvöldi. Þetta var sá stærsti og fallegasti, sem hann átti.“ * 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.