Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 8
þessum tíma dags, og því var það ekki sjaldan, að Sista sett- ist við borðið hjá Ben og fékk sér kaffisopa. Svo töluðu þau saman um allt milli himins og jarðar. Um veðrið, um vegina og um afkomuna hjá Ben. Hann átti sjálfur vörubílinn, sem hann ók, en hafði alls ekki hugs- að sér að vera vörubílstjóri allt sitt líf, jafnvel þó að hann hefði sinn eigin atvinnurekstur. Svo var það einn eftirmiðdag þegar Ben var farinn, að Fanny spurði Sistu: „Nú, er Benny ekki búinn að stynja upp bónorðinu ennþá?“ Sista roðnaði og sagði nei. Þá sagði Fanny: „Benny er voðalegur sleði og seinn að átta sig,“ og hún bætti við: „En kannske kærir þú þig ekkert um það?“ Og þegar Sista roðn- aði enn meir, hélt Fanny áfram: „Þú ættir að reyna að „flikka“ þig svolítið upp, litla mín.“ Svo talaði hún innilega við Sistu og sagði henni leyndar- •dóminn um það, hvernig maður færi að því að „flikka“ sig upp. Sista var nú bara kvenmaður. Þegar hún kom til vinnu næsta fimmtudagsmorgun leit Andy upp frá matseðlastaflanum, sem hann var að skrifa, og starði mállaus af undrun á Sistu og mældi hana alla út. Roðagullið hárið, sem féll í lokkum niður um herðarnar, kolsvört augna- hárin, þykka, rauða varalitinn og háu hælana. Og Andy, sem var vanur að æpa: „Halló, Sista!“ sagði nú: „Góðan dag, fröken Mason.“ Sista gekk á bak við til þess að fara úr yfirhöfninni og mat- sveinninn leit á hana augum hins reynda manns. Lærlingur- inn flautaði hátt og hvellt. Þeg- ar hún kom aftur fram í veit- ingastofuna kallaði einn af fastagestunum í morgunkaffinu, með munninn fullan af brauði: „Þú ert búinn að fá nýja stúlku, Andy!“ og annar sagði: „Heyrðu vina, ertu upptekin í kvöld, ljúf- an?“ Sista varð eldheit í framan. En ekki af reiði. Þegar Fanny kom nokkru seinna, of seint eins og vanalega, leit Sista ákaft til hennar í þeirri von, að hún sæi votta fyrir viðurkenningarbrosi. En áður en Fanny kæmi auga á hana, sagði einn af bílstjórun- um: „Jæja, Fanny litla! Nú fyrst færðu einhverja sam- keppni.“ Fanny kastaði til höfðinu og sagði: „Taktu það rólega, vinur. Ég veit ekki einu sinni hvernig það orð er stafað.“ En augna- bliki síðar hvíslaði hún að Sistu: „Þú ert ógurlega sæt, vina. Þér 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.