Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 29
svaraði hann kveðju viðskipta-
vinarins. „Þér komið einmitt á
réttum tíma. Hverjum skyldi
detta þetta í hug, þegar lítið sem
ekkert er að gera. Viljið þér ekki
drekka með mér glas af Chi-
anti?“
„Nei, þakka yður fyrir.“
„Jæja, fulltrúi, viljið þér líta
á bækur? ekki það? Ég skipti að-
eins við áreiðanlega menn. Meira
þarf ekki.“
„Auðvitað þarf ekki annað. En
reynslan sýnir, að ekki geta all-
ir menn talizt áreiðanlegir.“
„Því miður, því miður. En
hvað get ég gert að því? — Þér
ætlið þá ekki að líta eftir nein-
um bókum? Hvað er það?“
„Aðeins úr.“
„Ur? Gullúr?“
„Einmitt.“
„Ég hef ekkert á boðstólum
nú sem stendur, fulltrúi. Fyrir
um það bil þremur vikum gengu
slík viðskipti úr greipum mér,
af því að maðurinn heimtaði
meira en ég vildi gefa fyrir það.“
„Ágætt. Sáuð þér ekki númer-
ið á úrinu?“
„Nei. Ég gáði ekki að því.
Maðurinn heimtaði 200 franka
út í hönd, og þegar ég svaraði:
kemur ekki til mála, stakk hann
því aftur á sig og fór.“
„Nú já, Var það þessi maður?“
Fabrizzi leit á smámyndina.
„Hver skollinn. Það var hann.“
„Bauð hann yður ekki hring
líka?“
„Nei, aðeins úrið. Er það þjófs-
fengur?“
„Verra en það. Ránmorð."
„Og þessi náungi vogar sér inn
1 búðina! — En, fulltrúi, nú man
ég eftir dálitlu. Þegar náunginn
var inni varð mér litið út um
gluggann. Ég mætti tveimur
fífldirfskulegum augum. Þessu
fráhrindandi andliti mun ég
aldrei gleyma, og svo einkenni-
lega vildi til, að ég hitti mann-
inn sama dag í kaffihúsi. Með
honum var maðurinn, sem vildi
selja mér úrið.“
„Hvað? Segið þér mér þetta
fyrst núna? Fannst yður málið
ekkert grunsamlegt?“
„Grunsamlegt? Er ég þá leyni-
lögreglumaður, sem á að kom-
ast að raun um, hvort fólk lítur
grunsamlega út? Ég sagði að-
eins, að þessi maður hefði komið
mér einkennilega fyrir sjónir.“
„Þetta er nú ágætt, Fabrizzi,
alveg prýðilegt. Þér eruð að vísu
enginn leynilögreglumaður, en
með athugun yðar höfum við
komizt einu skrefi lengra. Nú
skuluð þér taka yður frí um
tíma.“
„Hvað? Frí? Ég skil yður ekki
rétt, held ég.“
„Þér eigið tvo sonu, er það
JANÚAR, 1956
27