Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 24
Aðalvandamálið næstu tíu
dagana var það, hvort setja ætti
hana aftur á skrá hættulega
veikra sjúklinga. Það hefði
sennilega verið gert, ef nokkr-
ir ættingjar hefðu verið til að
lilkynna það; því henni hrakaði
enn.
Svo bar það við einn dag, að
Ambersley læknir sat þungur á
svip við rúmið, virti fyrir sér,
hvort þau hefðu enn einu sinni
beðið lægri hlut í baráttunni.
Það var vissulega ekkert frek-
ara, sem læknisfræði fékk að
gert, og í þetta sinn var ekki
einu sinni garður fyrir hann að
vinna 1.
Hann leit um tómlegt, sótt-
hreinsað herbergið, og augun
staðnæmdust við þrjár sölnað-
ar rósir í vasa á borðinu við
rúmið. Þetta voru raunar upp-
gjafarósir frá öðrum sjúklingi,
en góðhjörtuð 'hjúkrunarkona
hafði komið með þær þarna inn
til að bæta ofurlítið upp á tóm-
leikann. En þær gáfu Ambers-
ley hugmyndina. Hann sló allt
í einu á bæði hnén á sér og stóð
upp.
Þetta var þrem dögum áður
en slík ös varð hjá blómasölun-
um. Þá var Díana jafnvel hætt
að opna augun, þegar komið var
inn, og hún hlustaði ekki á það,
sem sagt var við hana heldur.
En það virtist óvenjulega gest-
kvæmt hjá henni þennan síð-
dag, og að lokum opnaði hún
augun, og hélt þeim galopnum.
Það var haugur af blómum
allt umhverfis rúmið: bleikum
rósum, rauðum rósum, dalíum,
anemónum, krýsantemum. Nú
opnaði hún munninn næstum
eins mikið og augun.
Ég hlýt að vera dáin, hugsaði
hún: margar stúlkur fá aldrei
blóm, fyrr en þær eru dánar!
En svo tók hún eftir ferskjum á
borðinu og bar eina upp að
vörunum til að smakka á. . . .
Sögulokin eru frá Ambersley
lækni sjálfum. Ég hafði snúizt
um öklann, og hann leit stöku
sinnum inn til að líta eftir mér.
„Er hún sönn?“ spurði ég,
„sagan um stúlkuna og blómin
í Cottage spítalanum?“
„O, já, hún er sönn!“ svaraði
hann. „Það er ekkert að ná sér
af veikindum, skilurðu. En að
horfast í augu við lífið aftur,
þegar öll sund eru lokuð, það
er þrautin þyngri. Ég ásaka ekki
aumingja stúlkuna. Hún hafði
hætt öllu á tæpasta vað og stóð
nú uppi allslaus og einmana.11
„En mig langar að vita ná-
kvæmlega, hvað þú gerðir.“
„Setti auglýsingu í blað, vit-
anlega. Það kostaði minna en
að að hrúga í hana aureomycin
22
HEIMILISRITIÐ