Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 21
SAGA
UM MIKLA
MANNGÆZKU
Ráð læknisins
Eftir Laurence Kirk
AMBERSLEY læknir er heil
þjóðsagnahetja, þar sem ég á
heima. Sumt fólk segir, að hann
sé latur, og það er satt, að þú
getur komið að honum, þar sem
hann situr rólegur og les skáld-
sögu eftir Jane Austin.
En í þeim tilfellum er hann
sennilega annaðhvort að hvíla
sig eftir vitjun til erfiðs sjúk-
lings, eða hefur komið of
snemma til að taka á móti
barni. Honum geðjast ekki að
veiku fólki, og viðmót hans
gæti oft verið betra, en það er.
Honum er líka stundum legið
á hálsi fyrir að vera bæði kæru-
laus og ókurteis. Kæruleysið er
venjulega gríma yfir ákafri hug-
areinbeitingu, en ekki alltaf.
Það fer raunar eftir því, hvort
þú ert fær um að borga reikn-
inginn, eðu ei. Ef þú ert það, er
hann til með að vera bæði kæru-
laus og ókurteis — en hann
læknar þig, ef það er á annað
borð hægt.
Á hinn bóginn, ef þú ert ekki
fær um að borga reikninginn og
ert ólæknandi, víkur hann ekki
frá þér fyrr en yfir lýkur, og
hjálpar að líkindum ekkjunni
að þér látnum.
Atvik, sem fyrir kom á stríðs-
árunum, lýsir honum einkar vel.
Drungalegan morgun í nóvem-
ber sá vinur hans hann klukkan
hálfátta akandi hjólbörum, full-
um af garðyrkjuverkfærum.
„Halló, læknir!“ kallaði vin-
urinn í gamni. „Ætlar þú að-
grafa einhvern?"
Ambersley setti börurnar nið-
ur, ólundarlegur á svip.
„Nei,“ sagði hann, „ég ætla
að reyna að grafa mann upp.“
Vinurinn starði bara og lækn-
irinn hélt áfram: „Það er Jói
gamli Higgins."
„En Jói er ekki dauður, eða
hvað? Ég hef heyrt hann væri
veikur.“
„Hann hefur verið veikur,
mjög veikur. Honum líður bæri-
lega núna, en hann liggur bara
í öngum sínum, af því ég vil.
ekki leyfa honum að fara út og
vinna í garðinum."
JANÚAR, 1956
19