Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 34
Hann tóJ^ hana í faÓm
sinn og þrýsti henni
fast að ser.
ÁSTIN
SIGRAR
Ejtir
RICHARD
LUNDHOLM
SNEMMA sunnudagsmorguns
kom bóndinn út í hlöðu þar sem
Hinrik var að sópa gólfið, kátur
og flautandi lagstúf. Loftið var
mettað af ryki, en kústurinn þaut
yfir steypt gólfið.
„Ég veit að þú áttir frí í dag,"
sagði bóndinn afsakandi, „en
gætirðu ekki samt spennt létti-
vagninn fyrir þann brúna og sótt
nýju kaupakonuna okkar, sem
kemur með tíulestinni. Hún kemur
vafalaust ekki án farangurs, og
það er ekki hægt að láta hana
ganga alla leiðina hingað.”
Kaupamaðurinn varð súr á
svipinn, en hann gat ekki neitað
húsbónda sínum um þennan
gr'eiða. Hann hélt áfram að sópa
gólfið án þess að segja orð.
Þeir voru tveir, kaupamennim-
ir á bænum, og Hinrik var tveim-
ur árum yngri en Páll kaupamað-
ur, sem var 22 ára gamall. Þeir
höfðu báðir verið kaupamenn í
Gullhaga í hálft annað ár, og
fram að þesu höfðu þeir verið
vinir. Páll var dökkleitur, sterk-
legur unglingur með brún augu
og liðað hár. Hinrik var hærri og
grennri, hann var með blá augu
og ljósleita húð, en sólbrennt og
fallegt andlit. Hár hans var eld-
rautt og það var vonlaust verk
32
HEIMILISRITIÐ