Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 16
hjónabandsins, en getur búið út
af fyrir þig. Og ég þarf ekki að
sitja og láta mér leiðast, þegar
einhverjir vinir vinir þínir
koma að spila bridge. Þá get ég
boðið fólki inn til mín. Æ, elsk-
an, . . . segðu nú að þér finnist
þetta dásamlegt fyrirkomulag!“
Ég jánkaði því. Ekki af því að
ég meinti það, heldur vegna
þess að armar hennar voru svo
mjúkir þegar hún lagði þá um
háls minn og nuddaði mjúkum
lokkunum við kinn mína. . . .
Svo fluttum við inn í húsið.
Fyrstu vikumar fóru allar tóm-
stundir okkar í að veggfóðra,
mála og gera við. Mímí var 1 blá-
um samfestingi og flautaði við
vinnuna, og skemmti mér með
lýsingum á þeirri unaðslegu til-
veru, sem beið okkar.
Já, einmitt það! Við vorum
ekki fyrr búin að koma okkur
fyrir, en það spurðist, að Mímí
væri orðin villueigandi, og áður
en við vissum af, gerðu undar-
legustu mannverur innrás á
heimili okkar, manngerðir þær,
sem hún kann bezt við. Félagar
úr blaðamannastétt, listmálara-
vinir, fráskildar frúr, sem ekki
höfðu þak yfir höfuðið og gras-
ekkjumenn, sem voru svo hjálp-
arvana, að þeir gátu ekki einu
sinni soðið egg sjálfir. Hvað var
þá eðlilegra, en að þeir kæmu í
heimsókn til Mímí, og legðu
undir sig hennar húshluta?
EINN þeirra, sem mest fóru
í taugarnar á mér, var ungling-
ur, sem var kallaður Pontus, og
konan hans hafði haft nógu góð-
an smekk til þess að skilja við
hann og taka saman við annan.
Pontus þessi vildi skýra út,
hvers vegna konan hafði hlaup-
ið frá honum, og í því skyni sat
þessi fugl á hverju kvöldi í
kjaftabælinu hiá Mímí, og rakti
í löngu máli allar heimiliserjur
þeirra hjóna, hvað hann hafði
sagt, og hvað hún hafði sagt,
hvað hann hafði látið hana hafa
mikla peninga til heimilisins og
hvað hún hafði farið með mlk-
ið, og þar fram eftir götunum.
Og Mímí hlustaði áfjáð á þessa
frásögn, og spanaði hann upp af
og til með einhverri athuga-
semd eða góðri ráðleggingu, sem
byggð var á sálfræðilegum
kenningum hennar.
„Hvað segir þú um þetta —
þú, sem sjálf ert kona?“ þuldi
Pontus í sífellu.
Mímí gekkst upp við svona
smjaður og bauð upp á rauðvín
og sat og fjasaði um vandamál
hans fram á rauða nótt. Þegar
Pontus hunzkaðist svo loksins í
burtu, læddist hún — svei mér
þá! — inn í okkar sameiginlega
14
HEIMILISRITIÐ