Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 55
Ljóshœrð sveitastúlka
Ijóshœrð borgarstúlka
Eitt af hinum smellnu ævintýrum rannsóknarlögreumannsins
Timothy Trants, eftir Q. PATRICK.
TIMOTHY TRANT, liðsíoringi í
lögregluliðinu, virti hinctr tvær
ljóshærðu stúlkur fyrir sér. Þær
voru báðar mjög fagrar; og önn-
ur þeirra var morðingi.
Önnur þeirra hafði nýlokið við
að myrða Joseph J. Cook III. í
dagstofu hans með hans eigin
skammbyssu.
Trant hefði átt að vera í essinu
sínu. Hann hafði hispurslausan
veikleika fyrir morðkvendum. En
að þessu sinni var hann ruglað-
ur, því hann hafði ekki minnstu
hugmynd um, hvor þeirra var
sek.
Hann hafði þegar gefið þeim
nafn í huganum, þessum tveimur
fyrrverandi vinkonum hins ást-
sjúka Cooks. Ljóshærða borgar-
stúlkan og ljóshærða sveitastúlk-
an. Jennifer Towne, borgarstúlka
Cooks, hefði sómt sér í hvaða
samkvæmi, sem var. Fagur lík-
ami, rauður munnur og ávalar
mjúkar herðar. Ingeborg Lind-
quist, sveitastúlku Cooks, hafði
hann sjálfur flutt inn á snekkju
sinni frá Norðurlöndum. Hún var
sólbrún íþróttakona, og fegurð
hennar þarfnaðist engra fegurð-
armeðala til þess að láta á sér
bera. Manni datt í hug ástaræv-
intýri á seglbát að sumri til.
Það ætti að teljast heiður að
vera skotinn af annarri hvorri.
En hvorri? Þær gengu báðar
með hanzka, svo ekki var um
íingraför að ræða. Og báðar
vissu, hvar Cook geymdi skamm-
byssu sína.
Borgarmorðkvendið eða sveit-
armorðkvendið?
,,Það mundi létta mér störf mín
mikið, ungfrúr," sagði hann dap-
urlega, ,,ef önnur ykkar vildi líta
örlítið sakleysislega út."
,,Ég drap hann ekki," sagði sú
úr sveitinni.
„Og heldur ekki ég,” sagði sú
úr borginni.
En önnur hvor var sek
JANÚAR, 1956
53