Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 11
hver tízkudama? Hún skellihló.
Hún var ekki ajveg hætt að
hlæja þegar hún gekk aftur
fram í veitingastofuna. Fanny
stóð og masaði við Ben. Hann
brosti af eintómri skyldurækni,
en á bak við brosið mátti greina
að hann var ekki viss um sjálf-
an sig og skammaðist sín hálf-
vegis. Hann leit á Sistu og
Fanny hlýtur að hafa séð svip-
breytinguna í andliti hans, því
að hún sneri sér snöggt við. Þeg-
ar hún sá Sistu, sagði hún:
„Hvað er þetta?“
Ben sagði: ,,Sista!“ og Fanny
gekk aftur á sinn stað við
skenkiborðið. Þegar karlmaður
notar slíkan tón við stúlku, er
ekki um annað að ræða en að
fjarlæga sig.
Þegar Fanny heyrði ekki leng-
ur til þeirra, sagði Ben: „Ég er
að hugsa um að fá mér steik,
Sista. Og komdu svo með kaffi-
bolla fyrir sjálfa þig.“
Hún kom með steikina og
kaffið og Ben sagði: „Endilega
þurfti nú að springa hjá mér
núna, einmitt þegar þetta er í
síðasta skipti, sem ég keyri hér
framhjá."
Sista missti teskeiðina.
Svo settist hún gegnt honum
við borðið og Ben hélt áfram:
„Ég á við að þetta er mín síð-
asta ferð sem bílstjóri á þessari
leið. Ég er að stækka fyrirtæki
mitt. Ég er búinn að kaupa ann-
an bíl og búinn að ráða nýjan
bílstjóra og ætla að láta hann
aka á þessari leið.“
Hann leit niður á diskinn til
þess að reyna að sigrast á feimni
sinni. „Fyrir nokkrum mínútum
hélt ég að ég vildi aldrei koma
hingað oftar. Nú — en ég get
líklega komið við hérna síðdeg-
is á fimmtudaginn. Ef að þú ert
þá laus og liðug siðdegis á
fimmtudaginn.“
Og Sista skildi það, að eftir
þetta myndi hún alls ekki verða
laus og liðug síðdegis á fimmtu-
dögum. Og ekki heldur síðdegis
neina aðra daga. Ekki fyrir aðra
en Ben Collins. ... *
Já og Amen
Forstjórinn fyrir hinum stóra amcríska kvikmyndafélagsskap,
2odi Century Fox, Darryl Zanuck, er þekktur fyrir að vera mjög
ákveðinn og einþykkur í skoðunum, og er ekkert hrifinn af því að
sér sé mótmælt. Einn af kvikmyndastjómm félagsins sagði fyrir
nokkru við vin sinn: „Þú mátt ekki halda, að ég segi alltaf já og
amen. Ef Darry Zanuck segir nei, þá segi ég nei og amen.“
JANÚAR. 1956
9