Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 11
hver tízkudama? Hún skellihló. Hún var ekki ajveg hætt að hlæja þegar hún gekk aftur fram í veitingastofuna. Fanny stóð og masaði við Ben. Hann brosti af eintómri skyldurækni, en á bak við brosið mátti greina að hann var ekki viss um sjálf- an sig og skammaðist sín hálf- vegis. Hann leit á Sistu og Fanny hlýtur að hafa séð svip- breytinguna í andliti hans, því að hún sneri sér snöggt við. Þeg- ar hún sá Sistu, sagði hún: „Hvað er þetta?“ Ben sagði: ,,Sista!“ og Fanny gekk aftur á sinn stað við skenkiborðið. Þegar karlmaður notar slíkan tón við stúlku, er ekki um annað að ræða en að fjarlæga sig. Þegar Fanny heyrði ekki leng- ur til þeirra, sagði Ben: „Ég er að hugsa um að fá mér steik, Sista. Og komdu svo með kaffi- bolla fyrir sjálfa þig.“ Hún kom með steikina og kaffið og Ben sagði: „Endilega þurfti nú að springa hjá mér núna, einmitt þegar þetta er í síðasta skipti, sem ég keyri hér framhjá." Sista missti teskeiðina. Svo settist hún gegnt honum við borðið og Ben hélt áfram: „Ég á við að þetta er mín síð- asta ferð sem bílstjóri á þessari leið. Ég er að stækka fyrirtæki mitt. Ég er búinn að kaupa ann- an bíl og búinn að ráða nýjan bílstjóra og ætla að láta hann aka á þessari leið.“ Hann leit niður á diskinn til þess að reyna að sigrast á feimni sinni. „Fyrir nokkrum mínútum hélt ég að ég vildi aldrei koma hingað oftar. Nú — en ég get líklega komið við hérna síðdeg- is á fimmtudaginn. Ef að þú ert þá laus og liðug siðdegis á fimmtudaginn.“ Og Sista skildi það, að eftir þetta myndi hún alls ekki verða laus og liðug síðdegis á fimmtu- dögum. Og ekki heldur síðdegis neina aðra daga. Ekki fyrir aðra en Ben Collins. ... * Já og Amen Forstjórinn fyrir hinum stóra amcríska kvikmyndafélagsskap, 2odi Century Fox, Darryl Zanuck, er þekktur fyrir að vera mjög ákveðinn og einþykkur í skoðunum, og er ekkert hrifinn af því að sér sé mótmælt. Einn af kvikmyndastjómm félagsins sagði fyrir nokkru við vin sinn: „Þú mátt ekki halda, að ég segi alltaf já og amen. Ef Darry Zanuck segir nei, þá segi ég nei og amen.“ JANÚAR. 1956 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.