Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 41
Hetjusaga Sáls frá Tarsus
------=SSB HH=--------
II. grein
Samt virtist hann þrunginn
töframagni þar sem hann stóð
frammi íyrir þeim. Páll var aðeins
tæp fimm fet á hæð. En hann var
herðabreiður. Iþróttaafrek hans í
æsku höfðu hert vel byggðan lík-
ama hans. Hann var vöðvastælt-
ur og mikilúðlegur þrátt fyrir
skallann og gráar írurnar í auga-
brúnum og skeggi á þrítugasta
aldursári sínu. Þó var það hvorki
vasklegt fas hans, né bj artur hör-
undslitur, mikilúðleiki hins langa
amarnefs, né heldur tiguleg fram-
koma hans, sem þögninni olli í
þéttskipuðu samkunduhúsinu.
Það, sem magnaði Pál, og heill-
aði tilheyrendur hans, var trúar-
hitinn, eldurinn, sem gneistaði og
blossaði í þessum feiknlegu aug-
um. Hann stóð þar í samkomu-
húsinu í Damaskus og heillaði
hvern mann með hljómi raddar
sinnar og hóf svo þjónustu sína
við Krist, sem haldast skyldi í 39
ár.
Trúarsannfæring hans varð öfl-
ugri í ræðum hans dag frá degi.
Hann sannfærði ótölulegan fjölda
manna. Hinir skriftlærðu og Farí-
searnir voru æfir og báru saman
ráð sín um auðveldustu aðferðina
til að deyða Pál. Enn voru þeir
sannfærðir um að morðið væri
það ráðið, sem bezt dyggði gegn
kristindóminum.
Nótt sem dag biðu launmorð-
ingjarnir eftir heppilegu tækifæri
til að vinna á Páli. En Páll hafði
verið varaður við launsátri óvin-
anna, og Ananías og vinir hans
laumuðu honum fram hjá þeim
og út úr borginni í stórri tága-
körfu undan ávöxtum.
Hermennirnir, sem upphaflega
fylgdu honum til borgarinnar,
urðu þar eftir og voru í ráðum
með óvinum hans um að myrða
hann þar, eða í Jerúsalem, ef
hann skyldi komast fram hjá
vörðunum við borgarhliðin í Dam-
askus.
En Páll fór ekki til Borgarinnar
Helgu.
Eins og hann sagði sjálfur frá
í fjörlega rituðu æfiágripi, sem
hann skrifaði til Galatamanna:
„Ekki fór ég heldur til Jerúsal-
JANÚAR, 1956
39