Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 41
Hetjusaga Sáls frá Tarsus ------=SSB HH=-------- II. grein Samt virtist hann þrunginn töframagni þar sem hann stóð frammi íyrir þeim. Páll var aðeins tæp fimm fet á hæð. En hann var herðabreiður. Iþróttaafrek hans í æsku höfðu hert vel byggðan lík- ama hans. Hann var vöðvastælt- ur og mikilúðlegur þrátt fyrir skallann og gráar írurnar í auga- brúnum og skeggi á þrítugasta aldursári sínu. Þó var það hvorki vasklegt fas hans, né bj artur hör- undslitur, mikilúðleiki hins langa amarnefs, né heldur tiguleg fram- koma hans, sem þögninni olli í þéttskipuðu samkunduhúsinu. Það, sem magnaði Pál, og heill- aði tilheyrendur hans, var trúar- hitinn, eldurinn, sem gneistaði og blossaði í þessum feiknlegu aug- um. Hann stóð þar í samkomu- húsinu í Damaskus og heillaði hvern mann með hljómi raddar sinnar og hóf svo þjónustu sína við Krist, sem haldast skyldi í 39 ár. Trúarsannfæring hans varð öfl- ugri í ræðum hans dag frá degi. Hann sannfærði ótölulegan fjölda manna. Hinir skriftlærðu og Farí- searnir voru æfir og báru saman ráð sín um auðveldustu aðferðina til að deyða Pál. Enn voru þeir sannfærðir um að morðið væri það ráðið, sem bezt dyggði gegn kristindóminum. Nótt sem dag biðu launmorð- ingjarnir eftir heppilegu tækifæri til að vinna á Páli. En Páll hafði verið varaður við launsátri óvin- anna, og Ananías og vinir hans laumuðu honum fram hjá þeim og út úr borginni í stórri tága- körfu undan ávöxtum. Hermennirnir, sem upphaflega fylgdu honum til borgarinnar, urðu þar eftir og voru í ráðum með óvinum hans um að myrða hann þar, eða í Jerúsalem, ef hann skyldi komast fram hjá vörðunum við borgarhliðin í Dam- askus. En Páll fór ekki til Borgarinnar Helgu. Eins og hann sagði sjálfur frá í fjörlega rituðu æfiágripi, sem hann skrifaði til Galatamanna: „Ekki fór ég heldur til Jerúsal- JANÚAR, 1956 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.