Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 7
Þegar ósköp venjuleg
og fábreytt stúlka
fer að reyna að leika
fegurðardrottningu,
er ábyggilega
eitthvað að.
Eftir
Hal og
Barbara Roland
Hvað er eiginlega að Sistu?
EF ÞÉR kæmuð af tilviljun
inn í veitingastofuna hjá Andy,
þar sem menn geta fengið góð-
an mat afgreiddan í flýti og
ódýrt, og þér sæjuð þrjár þjón-
ustustúlkur — þá mynduð þér
ef til vill, á sama hátt og marg-
ir vörubílstjórar gerðu, spyrja
sjálfan yður þeirrar spuningar,
hvað Sista væri eiginlega að
gera þarna. Fanny var ófyrir-
leitin og Hilda var mikið fyrir
að gefa karlmörmunum undir
fótinn. En Sista — nú hún var
ekki annað en Sista, ósköp blátt
áfram stúlka með freknur á nef-
inu, rauða hárið sitt greitt beint
aftur í dinglandi skott, og brosti
undirgefin til allra.
Það var Ben Collins, sem
skírði hana Sistu. Dag nokkurn
spurði hún hann, hvort hann
ætti systur, sem líktist henni, og
Ben svaraði með tvíræðu brosi,
sem var svo einkennandi fyrir
hann: „Nei, en þú lítur út fyrir
að geta verið litlasystir ein-
hvers.“ Síðan hleypti hann brún-
um til þess að dylja feimni sína.
En svo fór Ben að venja kom-
ur sínar á veitingastofuna hjá
Andy og kom allfaf síðdegis á
fimmtudögum um þrjúleytið,
þegar lítið var að gera þar. Hann
settist alltaf í sama stól við eitt
af borðunum, sem Sista hafði.
Andy sagði ekkert við því, þó
að stúlkurnar mösuðu saman á
JANÚAR, 1956
5