Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 42
em til þeirra, sem voru postular á
undan mér, heldur fór ég burt til
Aiabíu og sneri svo aftur til Da-
maskus. Síðan fór ég eftir þrjú ár
upp til lerúsalem til þess að kynn-
ast Pétri og dvaldist með honum
í fimmtíu daga ..."
Þannig fékk Páll þrjú ár til þess
að velta fyrir sér hinum hyggju-
þungu málum, sem á hann sóttu
á för hans um hina myrku stigu.
Þrjú ár af íhygli og undanhaldi
— og þá fyrst var hann reiðubú-
inn að hitta Pétur, hávaxna fiski-
manninn að norðan sem Kristur
hafði falið lyklana að Himnaríki.
Er hér var komið hafði Páll
kannað dýpi sálar sinnar og vissi
forlög sín.
Á því herrans ári 38 sneri Páll
aftur til Jerúsalem.
Umtalið um það, sem skeði í
Damaskus var þagnað í höfuð-
borginni,- en Pétur og hinir, þeir
kristnu, sem aldrei flúðu, eða
höfðu laumast aftur til borgarinn-
ar, vissu að hinn fomi ofsóknar-
maður þeirra var á lífi og að guð
einn vissi, hvað hann hafði í
hyggju. Því að þeir óttuðust hann
enn.
En einn var sá, sem neitaði að
lúta fyrir ótta og tortryggni. Er
postulunum barst sú fregn, að
Páll væri kominn til lerúsalem í
leit að kristnum manni, Barnabas
frá Kýpur, stóð ungur og gáfaður
maður í borðstofunni uppi á lofti
þar sem síðasta kveldmáltíðin var
snædd, og glímdi við þessa
þriggja ára gátu. Páll, hatursmað-
ur kristninnar — hversu mátti
hann nú vera orðinn kristinn sjálf-
ur? Var það meira en svo að
valdi guðs væri til trúandi? Fyrst
daufir og dumbir og blindir á
líkama gátu læknast á svip-
stundu, gat guð þá ekki læknað
deyfð hjartans og blindu sálar-
innar? Og hvað um það ef Páll
hefði nú í raun og veru tekið
sinnaskiptum? Væri þá ekki synd
að hrekja hann í burtu?
Hinir sátu þöglir er Barnabas
gekk úr stofunni. Hann svipaðist
vandlega um í mannfjöldanum,
starði á hvert andlit. Og loksins
kom hann auga á litla vasklega
manninn, þar sem hann sat á
vegmóðum reiðskjóta sínum.
„Komdu," sagði hann og bærði
tæpast varirnar, greip um beizlið
og teymdi undir Páli til húss
hinnar heilögu kvöldmáltíðar.
Þar voru postulamir saman
komnir, sátu á hækjum sínum,
horfðu á þá Pál og biðu þess að
hlýða á söguna frá Damaskus.
Á leiðinni til hússins hafði
Barnabas hlýtt Páli yfir í skyndi;
nú var það hann, en ekki hinn
nafntogaði afturhvarfsmaður, sem
sagði frá — eina skiptið á ævi
40
HEIMILISRITIÐ