Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 19
ars er hún mjög elskuleg og að- laðandi stúlka. Og svo býr hún til dásamlegan mat!“ Augu hennar skutu gneistum. „Einmitt það, svo að þú vog- ar þér að koma með ókunnuga kvensnift inn í mitt eldhús!“ hvæsti hún sármóðguð. ,,Okkar eldhús!“ leiðrétti ég stillilega. Rétt í því kom Elsa inn með fangið fullt af rósum og augun glitruðu af glettni. „Kláus! Komdu og finndu hvað ilmurinn er dásamlegur! Ó, fyrirgefið, ég sá ekki . . „Elsa, þetta er konan mín, Mímí. Þú hefur ef til vill lesið greinar eftir hana á kvennasíð- unni.“ Þær heilsuðust og mældu hvor aðra út, og augun í Mímí urðu lítil, eins og í ketti, þegar hann dregur út klærnar. „Það var ánægjulegt að kynn- ast yður,“ sagði hún stuttlega. „En nú skal ég ekki trufla ykk- ur lengur.“ Hún gekk snúðugt út og fór inn til sín. Elsa hafði næstum eyðilagt allt saman með því að fara að hlæja, en hún tók sig á í tíma. Þetta varð gott og skemmti- legt kvöld, og þegar spilafélag- ar mínir fóru, varð Elsa eftir og fór að þvo upp leirinn. Ég sett- ist og tók að lesa í bók í mak- indum. Ekki heyrðist eitt einasta hljóð úr deildinni hjá Mímí. Engir gestir í kvöld, hugsaði ég. Enginn Pontus, engar hróka- ræður. Aðeins ein og ein hljóm- plata, alltaf sú sama. . . . Um tólfleytið fylgdi ég Elsu heim og þakkaði henni fyrir hjálpina. „Ég kem aftur, ef á þarf að halda,“ sagði hún. Til þess kom þó ekki. Ég var tæpast búinn að stinga lyklin- um í mínar dyr, þegar Mímí opnaði sínar. „Ég vildi gjarnan fá að segja við þig orð,“ sagði hún kulda- lega. „Með mestu ánægju. Á það að vera hjá mér eða inni hjá þér?" „Við skulum fara í eldhúsið,“ sagði hún eins og æfður dipló- mat. „Hvers vegna ekki í baðher- berginu? Það er einnig hlutlaust svæði, og þá get ég rakað mig á meðan við tölum saman.“ Hún gekk án þess að segja aukatekið orð á undan mér inn í baðherbergið og kveikti sér í sígarettu. Ég fór úr skyrtunni og tók að sápa mig. Ég stalst nokkrum sinnum til að líta á hana í speglinum. Allan þann tíma, sem við höfðum þekkzt, JANÚAR, 1956 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.