Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 19

Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 19
ars er hún mjög elskuleg og að- laðandi stúlka. Og svo býr hún til dásamlegan mat!“ Augu hennar skutu gneistum. „Einmitt það, svo að þú vog- ar þér að koma með ókunnuga kvensnift inn í mitt eldhús!“ hvæsti hún sármóðguð. ,,Okkar eldhús!“ leiðrétti ég stillilega. Rétt í því kom Elsa inn með fangið fullt af rósum og augun glitruðu af glettni. „Kláus! Komdu og finndu hvað ilmurinn er dásamlegur! Ó, fyrirgefið, ég sá ekki . . „Elsa, þetta er konan mín, Mímí. Þú hefur ef til vill lesið greinar eftir hana á kvennasíð- unni.“ Þær heilsuðust og mældu hvor aðra út, og augun í Mímí urðu lítil, eins og í ketti, þegar hann dregur út klærnar. „Það var ánægjulegt að kynn- ast yður,“ sagði hún stuttlega. „En nú skal ég ekki trufla ykk- ur lengur.“ Hún gekk snúðugt út og fór inn til sín. Elsa hafði næstum eyðilagt allt saman með því að fara að hlæja, en hún tók sig á í tíma. Þetta varð gott og skemmti- legt kvöld, og þegar spilafélag- ar mínir fóru, varð Elsa eftir og fór að þvo upp leirinn. Ég sett- ist og tók að lesa í bók í mak- indum. Ekki heyrðist eitt einasta hljóð úr deildinni hjá Mímí. Engir gestir í kvöld, hugsaði ég. Enginn Pontus, engar hróka- ræður. Aðeins ein og ein hljóm- plata, alltaf sú sama. . . . Um tólfleytið fylgdi ég Elsu heim og þakkaði henni fyrir hjálpina. „Ég kem aftur, ef á þarf að halda,“ sagði hún. Til þess kom þó ekki. Ég var tæpast búinn að stinga lyklin- um í mínar dyr, þegar Mímí opnaði sínar. „Ég vildi gjarnan fá að segja við þig orð,“ sagði hún kulda- lega. „Með mestu ánægju. Á það að vera hjá mér eða inni hjá þér?" „Við skulum fara í eldhúsið,“ sagði hún eins og æfður dipló- mat. „Hvers vegna ekki í baðher- berginu? Það er einnig hlutlaust svæði, og þá get ég rakað mig á meðan við tölum saman.“ Hún gekk án þess að segja aukatekið orð á undan mér inn í baðherbergið og kveikti sér í sígarettu. Ég fór úr skyrtunni og tók að sápa mig. Ég stalst nokkrum sinnum til að líta á hana í speglinum. Allan þann tíma, sem við höfðum þekkzt, JANÚAR, 1956 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.