Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.01.1956, Blaðsíða 64
og var að vcfja saman ábreiðuna sína. Viktor hafði fært sig nær, stóð fyrir aft- an Rósu, cn leit ekki á lækninn. „Farið þið þá,“ sagði Rósa. „Það er enginn að banna ykkur það. Við Viktor finnum bifurbúin." „Nci, þið finnið þau ekki,“ sagði Elgur. „Við skulum heldur fara heim með þcim,“ sagði Viktor lágri rödd. Hún vatt sér við. „Þú verður hér kyrr með mér, Viktor. Látum þá fara, ef þeir vilja. Við getum fundið bifur- búin.“ „Ég er ókunnugur hér —“ hvíslaði Viktor og þagnaði svo. „Viktor þorir ekki að stíga út af slóð- inni,“ sagði Elgur. Svo gekk hann að eldinum og fór að sparka mold yfir hann. „Taktu saman dótið þitt, Viktor. Og þú, Lew, vefðu upp ábreiðuna þína.“ Læknirinn gekk þangað, sem hann hafði lengið, og setti á sig skóna. Vikt- or fór að troða matarílátunum í bak- pokann sinn. Rósa stóð cin eftir. Svo sagði hún við Elg: „Ég fæ ekki einu sinni skinnin í kápuna mína?“ „Ekki í þetta sinn. Og næst fer ég einn. Þetta var líka bölvuð vitleysa frá byrjun. Ef frú Sorren deyr, þá er það Lew að kenna.“ „Ég hef andstyggð á þér, Elgur,“ sagði Rósa. „Þú ert bara hrat, Rósa,“ svaraði Elg- ur. „Bara hrat mátuleg í skepnufóður." Hún svaraði ekki heldur lagaði riffil- inn sinn og gekk á eftir Viktor og Elgi, sem fór fyrstur. Læknirinn gekk aftast. Þau gengu þegjandi, og ekkert heyrðist nema fótatak þeirra. Þau fylgdu Elgi eins og hann hefði þau í taumi. Þegar tunglið kom upp, varð betra að ganga. Tunglsljósið féll milli trjánna og varpaði á þau silfurlitum blæ, milli svartra skugganna. Bátarnir voru við bakkann, þar sem þau höfðu skilið þá eftir daginn áður. Elgur ýtti öðrum þeirra á flot, lagði pokann sinn og riffilinn í hann og hélt honum kyrrum, meðan læknirinn steig varlega niður í hann. Svo steig hann sjálfur um borð og ýtti bátnum út í strauminn með árinni. Straumurinn var sterkur, og bátnum miðaði vel áfram. „Eigum við ekki að bíða eftir —“ læknirinn þagnaði snögglega. Hann gat ekki beðið eftir neinu. Hann varð að komast til frú Sorren. Hann sá konuna sína og Viktor standa á bakkanum, og Rósa hélt í handlegg hans; ætluðu þau að verða eftir? Svo varð honurn rórra, er hann sá þau færa sig sundur. Viktor gekk niður bakkann og rétti upp hend- urnar til þess að styðja Rósu. Þau settu hinn bátinn á flot, og brátt voru þau komin af stað á eftir þcim niður ána. „Elgur, ég vildi, að ég hefði farið til Duluth með frú Sorren. Ég vildi, að ég hefði byggt sjúkrahúsið eins og ég ætl- aði mér. Hún er ung kona og má ekki deyja. Ég skil ekki hvernig ég gat gleymt —“ „Það ef vegna þess, að þú hugsar ekki lengur um starf þitt. Þú sér ekk- ert nema Rósu.“ , Nci, ekkert. . . . Það er undarleg ást.“ „Hver sagði að það væn ást?“ „Ég- gst ekki um annað hugsað —“ „Það gæti eins verið hatur." , Nei, Elgur. Ég vissi, hvar ég stæði, ef ég hataði hana. En ég losna ekki undan áhrifum hennar. Og Viktor ekki htidur Ég kenni í brjósti um hann. Þnð er allt og sumt. Kenni í brjósti um hann. Hann ætti að vera að draga sig eftir einhverri sveitastúlku. En —“ Læknirinn þagnaði. Hann fór að hugsa 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.