Heimilisritið - 01.08.1956, Side 7

Heimilisritið - 01.08.1956, Side 7
gert sér í hugarlund. hvernig ill- kvittncfr slúðurkerlingar geta spunnið rógsvef sinn: „Að hugsa sér, hún var meira en hálftíma inni hjá lækninum í heimsókn- artímanum. Það er ekki erfitt að gizka á hvað þau voru að gera." Bezta lausnin á þessum vanda er að fá unnustuna til þess að leita til annars læknis. Yfirleitt er það mjög skynsamlegt, því að fæstir læknar kæra <feig um að stunda sjúklinga, sem eru ná- skyldir þeim. Þeir eru hræddir um það, að skyldleikinn geti kom- ið í veg fyrir að þeir líti jafn hlut- laust og skýrt á sjúkdómstilfellið, en það er að sjálfsögðu mjög veigamikið atriði. Starfandi læknir sem ég þekkti, átti sex ára gamlan dreng, sem þjáðist af eyrnabólgu. Dag nokk- um fékk drengurinn eymaverki og kastaði upp, og þetta voru sömu sjúkdómseinkennin og þeg- ar hann hafði fengið bólguna. Læknirinn þekkti þennan sjúkling sinn mjög vel að sjálfsögðu, og því ákvað hann að lækna hann við eyrnabólgu, en tveim dögum síðar var drengurinn lagður inn á sjúkrahús með lífhimnubólgu, sem stafaði af sprungnum botn- langa. Ef barnið hefði dáið, hefði þessi læknir iðrast allt sitt líf, því að hann hefði vitað, að annar læknir, sem ekki þekkti sjúkling- inn eins vel, hefði skoðað hann betur, og hefði komizt að hinni raunvemlega réttu sjúkdómsor- sök. Ég get sagt hér frá öðm atviki, sem er svipað, en þó ekki eins alvarlegt. Annar vinur minn í lækna- stétt, sem ekki hafði verið giftur nema í tæpt ár, skoðaði sjálfur konu sína og varð mjög áhyggju- fullur er hann komst að þeirrr niðurstöðu, að æxli hafði mynd- ast í móðurlífinu. Hann var þó svo skynsamur, að hann ákvað að senda hana til sérfræðings, og sérfræðingurinn gat róað hinn yngri starfsbróður sinn með því að segja honum, að „æxlið" væri algjörlega eðlilegt — þó að hann gæti að vísu ekki sagt til um það ennþá, hvort það yrði piltur eða stúlka. þegar læknar hittast, ræða þeir að sjálfsögðu eins og aðrir fag- menn um sitt fag. Nýlega átti ég þannig samtal við einn áf starfs- bræðrum mínum, sem er giftur óvenjulega fallegri hjúkmnar- konu, og í samtali okkar töluðum við meðal annars um „rómantík". „Hvað er „rómantískasti" stað- ur í heimi?" spurði ég hann. „Það er í sjúkrahúsi að nætur- lagi," svaraði hann án þess að hika. „Jafnvel þó að þar sé þessi ÁGÚST. 1956 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.