Heimilisritið - 01.08.1956, Page 9
Hjúkrunarkonan mín: Dr. M
hefur boðið mér út í kvöld."
Hin hjúkrunarkonan (sem ég
hafði ekki talað við aukatekið
orð): ,,Nú, einmitt. Hann bauð
mér út í dag, en ég afþakkaði!"
„Nú, af hverju?”
,,Æ, hann fer út með nýrri
hjúkrunarkonu kvöld eftir kvöld,
og hann er af þeirri manngerð,
sem maður verður að passa sig
á."
Hjúkrunarkonan mín kom ekki
á stefnumótið á umtöluðum tíma.
Þetta var reyndar í fyrsta skipti
sem ég bauð hjúkrunarkonu út
að kvöldlagi, en hvort sem stúlka
vinnur í verksmiðju eða í sjúkra-
húsi, er það innsta eðli hennar,
að ná sér í mann. Og læknar og
hjúkrunarkonur eru ekkert frá-
brugðin öðru fólki að því er varð-
ar afbrýðissemi og aðrar frum-
stæðar tilfinningar.
En læknar og hjúkrunarkonur
giftast oft hvort öðru og verða
hamingjusöm í hjónabandinu, og
það er í rauninni mjög skiljan-
legt Læknir og hjúkrunarkona
eiga svo margt sameiginlegt, og
svo að segja hver einasti ungur
læknastúdent hefur farið á fjör-
urnar við unga og fallega hjúkr-
unarkonu þegar hann var að
byrja nám sitt.
HVERNIG ER lækni innan-
brjósts þegar hann er ástfang-
inn? Fær hann hjartslátt og verð-
ur blóðrásin örari?
Já, svo sannarlega. Blóðrásin
verður ávallt örari þegar tilfinn-
ingalífið kemst á hreyfingu. Eg
man eftir ungum lækni, sem átti
að skoða unga stúlku, sem hafði
farið úr liði. Hann varð miður sín
þegar hann taldi æðaslög henn-
ar og fann að púlsinn var 130 —
eðlilegt er 70—75 — og því bað
hann hjúkrunarkonuna að telja
æðaslögin. Þá reyndist púlsinn
vera eðlilegur, 72. Blóðrásin hafði
örvast svona mikið þegar hinn
ungi og myndarlegi læknir hafði
tekið um úlnlið stúlkunnar.
Sem eiginmaður er læknirinn
oft frábrugðinn öðrum karlmönn-
um. Hann hefur tilhneigingu til
þess að líta á samlíf hjónabands-
ins af meiri rósemi og gerhygli,
en aftur á móti hefur hann meiri
áhyggjur út af heilsufari og upp-
eldi barna sinna en aðrir feður.
Gætir þess því oft, að árekstrar
verða milli læknishjóna; vegna
þess að móðirin beitir heilbrigðri
skynsemi, en faðirinn hinni
ákveðnu afstöðu læknisins.
Læknir einn, sem ég þekkti,
kvæntist konu, sem var sölustjóri
í stórverzlun, og hún hélt áfram
að vinna eftir að þau giftu sig.
Þegar fyrsta barn þeirra fædd-
ist, hafði umræddur læknir lesið
ÁGÚST. 1956
7