Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 11

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 11
Danilagalexlar J. í DRAUMANNA HEIMI (Lag: For ever, and ever. — Texti: Þorbjörn Magmísson) I draumanna heimi, ung og ástfangin sál unir sér löngum við stjamanna bál. Tíminn þá hverfur í tónanna flóð titrandi vönún syngur hún sín ástarljóð. Eg veit að þú kemur vinur til mín. Ég vaki og hlusta hverja nótt. Ég bíð þinna funda, með brennandi þrá í barmi mér hjartað slær svo ótt. # KOSS (Lag: Kiss. ■—- Texti: GuSm. SignrSsson. Snngið á Tónika-bljómplötu af Birni R. Einarssyni) Koss, kæra gef mér koss koss þinn, draums míns hnoss og dýpstu lífs míns þrá. Flý, flý ég faðm þinn í faðm þinn enn á ný, og finn þitt hjarta slá. Ást þín áfeng sem vín og atlotin þín — oft kvíða’ og von mér tjá. Koss, kæra gef mér koss koss þinn, lífs míns hnoss ljúft er æ að þrá. * GLITRA GULLIN SKÝ (Lag: My foolish heart. — Texti: E. Karl Eirlksson) I kvöld er glitra gullin ský og glóir haf og sund, ég man hve varst þú mild og hlý, ó, mæta dýrðarstund. Það var einmitt á slíku unaðs kveldi, að okkur tendraðist heita ástarbál, og við brunum þar bæði í einiim eldi, unz við urðum að einni og sömu sál. I kvöld, er glitra gullin ský og glóir haf og sund í endurminning enn á ný ég á þá dýrðarstund. Ég ennþá finn ylinn um mig streyma, ennþá ólgar mitt blóð og æsist lund, ég man, ó, vinur kær, ég man þá stund. ÁGÚST. 1956 9

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.