Heimilisritið - 01.08.1956, Page 31

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 31
1 „Hún kom með sólskin inn í líf mitt og sýndi, að hún þarfnaðist mín. Auðvitað endurgalt ég ást hennar! Ég vissi ekki, hversu marg- ir aðrir höfðu elskað hana — hve margra annarra hún hafði þarfnazt." öxlinni meðan ég svaraði. Ég mun aldrei gleyma, hversu hress og fjörleg röddin var, sem heils- aði mér. „Davíð? Er þetta Davíð Valek? Þú þekkir mig ekki, en pabbi þinn sagði mér að líta til þín, ef ég kæmi til Hampton. Ég er Goldy Krug. Ég vinn héma, en ég á frí í dag. Má ég koma snöggvast og kynna mig?" „Mátt?" hló ég. „Ég yrði afar feginn. Ráðskonan mín á frí í dag — ég er heima. Hér er allt í óreiðu, en komdu samt." Tilhugsunin um að stúlka kæmi í heimsókn, var eins og ferskur blær um óreiðulegt húsið. Eng- inn, sem ekki hefur reynt sjálfur, getur ímyndað sér, hversu þreytt- ur maður getur orðið á að hafa aldrei aðra en fjóra krakka og aldraða ráðskonu í kringum sig. Goldy Kmg sagði glaðlega: „Ég kem þá, Davíð. Sæll á meðan." Hún lagði á. „Jana," sagði ég við þá litlu á öxlinni á mér, ,,þú verður að bíða eftir pelanum þínum." Ég setti hana í grindina sína. Svo raðaði ég saman diskunum, sem þöktu eldhúsborðið — frá því kvöldinu áður og morgninum. Ég leit af til- viljun í spegil og flýtti mér inn í baðherbergið til að raka mig í skyndi. Ég var enn með eina af svuntum Elinóru, þegar dyrabjall- an hringdi. Goldy var lítil og grönn, með þykkt ljóst hár og hlý augu. Hún rétti mér mjóa hönd sína. Bros hennar var unglegt og glaðlegt, eins og röddin í símanum. „Svo þú ert Davíð," sagði hún. Hún leit brosandi um ótiltekna stofuna. „Pabbi þinn sagði, að þú hefðir nóg að gera. Ég sé það er satt." Hún laut niður að leikgrindinni. „Ég er viss um, að þetta er Jana." Jana skríkti og rétti upp stutta, feita handleggina. Goldy tók hana upp, svo maður sá strax, að hún var vön að fást við böm. „Hvar em hin?" spurði hún. „I sunnudagaskóla." Ég hengdi svuntuna bak við eldhúshurðiná. Eitthvað í þessum einbeittu, brúnu augum minnti mig á, að ég væri karlmaður, ekki síður en faðir. „Þú virðist kunna að meðhöndla börn," sagði ég. „Ég ætla að ná. í kjól á hana." GOLDY smeygði kjólnum yfir ÁGÚST. 1956 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.