Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 34

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 34
Þegar þctu voru farin, fór Goldy í ísskápinn og náði í kjöt í steik. Hún tilreiddi hvöldverðinn, og á eftir horfðum við á sjónvarp. Goldy hafði ekkert minnzt á að fara, þó ég vissi, að hún þyrfti að aka fimmtíu mílur, og mér var illa við að hugsa til, að hún vrði ein á ferð í myrkri. En krakkarnir skriðu upp-í fangið á henni. Tví- burarnir, Teddy og Lanny, sóttu litabækumar sínar, svo hún gæti dáðst að þeim. Þegar ég var bú- inn að koma börnunum í ró, fór ég aftur inn í setustofuna. Goldy hallaði sér út af á sófann, og blússan hennar var hálf frá- hneppt. Ég gekk hægt yfir til hennar, hélt hún myndi setjast upp. En í þess stað brosti hún blítt, færði sig svolítið til, svo ég gæti setzt fyrir framan hana. Mér brá ofur- lítið við þetta, en svo sagði ég við sjálfan mig, að hún meinti ekki neitt, henni geðjaðist bara vel að mér og bömunum og léti það hispurslaust í ljós. Hún lyfti andlitinu, og þrátt fyrir allan góðan ásetning, kyssti ég hana. Það var ekkert kæruleysis- legt við þennan koss. Þetta get ég ekki gert, sagði ég við sjálfan mig, jafnvel meðan ég kyssti hana aftur. Hún fór svo vel í örm- um mér, að það var eins og hún hefði verið sköpuð til að vera þar. Þetta getur ekki verið, hugsaði ég. Enginn getur orðið hrifinn af stúlku aftur svona fljótt. Ég hlýt að hafa hvíslað þessum orðum í stað þess að hugsa þau aðeins, því Goldy strauk báðum höndum um andlit mitt. Brún, geislandi augu hennar horfðu í mín. ,,Það getur verið, Davíð. Þegar pabbi þinn sagði mér frá þér, vissi ég strax, að þú værir einmitt eini, einasti maðurinn, sem ég hef beðið eftir. Ó, Davíð, ég vona þér lítist vel á mig, mjög vel." Ég var hrifinn burt frá þessum töfrum: „Pabbi, pabbi, pabbi!" Það var Sara, sem kallaði og grét í svefni, eins og hún hafði svo oft gert síðan mamma hennar dó. Sara var nógu gömul til að finna sárt til móðurmissisins. „Pabbi kemur, Sara," kallaði ég. „Þú þarft ekki að fylgja mér út, Davíð," sagði Goldy. Það var ekki fyrr en hálftíma seinna, þegar Sara var soínuð vært, að ég gerði mér ljóst, að ég hafði látið Goldy fara, án þess að mæla mér mót við hana aftur. Ég vissi ekki einu sinni, hvar hún átti heima, né hjá hvaða lækni hún vann. Og ég hugsaði, að ef til vill væri það bezt þannig, það væri ekki sæmandi fyrir mig að 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.