Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 37

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 37
í heiminn, þegar tvíburarnir voru eins og hólfs árs, og skömmu síð- ar var ég gerður að rafvirkja- meistara og hafði mjög gott kaup. Þegar Jana var hálfs árs, virti- ist verða breyting á Elinóru. Þó hún væri ástrík móðir, byrjaði hún að vanrækja bömin. Eg tók að skreppa heim frá vinnu tvisvar, þrisvar á dag. Oft fann ég þá bömin úti, illa klædd, og Jönu grátandi í grindinni sinni. Elinóra var steinsofandi inni í rúmi. Ég vakti hana, hún fór að sinna böm- unum, en virtist hálfringluð. Hún bar hálftilreiddan mat á borð. Tvisvar lá nærri, að hún eyði- legði bílinn, þegar bömin voru með henni. Hún sagðist ekki vita, hvað hefði komið fyrir hana, fót- urinn allt í einu virzt dofinn, svo hún hefði ekki getað hreyft hann af bensíngjöfinni. Mér varð brátt ljóst, að eitthvað ■alvarlegt væri að henni. Ég fékk roskna konu til að líta eftir böm- imum. Svo fór ég með Elinóru á spítala. Læknirinn sagði mér hisp- nrslaust, að Elinóra hefði einfald- lega eignast böm of ört. Hún þarfnaðist hvíldar. „Látið hana vera hér nokkra daga," sagði hann. „Hún getur sofið vel og þá hressist hún." Hún svaf í tvo sólarhringa. Að lokum viðurkenndi læknirinn, að svefn hennar líktist of mikið dái, til að geta verið eðlilegur. Hann ráðlagði mér að leita til heilasér- fræðings. Hann fann æxli eftir tvo daga, en áður en hægt væri að koma við skurðaðgerð, dó Elinóra. Þegar mér var sagt þetta, sagði ég ekki neitt. Ég fór heim og fleygði mér á rúmið og grét með áköfum ekka, sem ég gat ekki ráðið neitt við, þangað til Sara kom hlaupandi inn. Hún tók um hálsinn á mér, horfði framan í m.ig og sagði: „Pabbi, hvað er að?" „Það er mamma," sagði ég. Ég varð að segja henni það. „Mamma er farin. Hún er farin, Sara." „Hvert er hún farin, pabbi?" Eg svaraði í örvæntingu: „Upp í himininn." Ég gat ekki sagt, að hún væri farin til guðs, því ég trúði ekki á hann. Sara gekk þegjandi burt. Það var ekki fyrr en seinna, að ég gerði mér ljós, að hún væri að reyna að botna eitthvað í þessu, sem hafði komið fyrir. HVERNIG get ég sagt frá næstu dögunum? Fyrst og fremst voru það börnin. Ég var svo yfirþyrmd- ur af missi þeirra, að ég gat ekki hugsað um minn eigin. Klukku- stundum saman gekk ég um hús- ið innan um vini Elinóru, oftast með Jönu á handleggnum. Ég vor- ÁGÚST. 1956 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.