Heimilisritið - 01.08.1956, Qupperneq 41
beið þess, að ég svaraði eins og
mér bar að gera.
Ég bældi niður sérhverja að-
vörunarrödd, sem kann að hafa
gert vart við sig innra með mér.
Vissulega haíði ég' ekki þekkt
hana lengi, og hjónaband vor
annað en stundarsæla. Hjóna-
band þýddi það, að fó móður,
sem gæti kennt börnum Elinóru
að taka lífinu, þegar þau þrosk-
uðust. En Goldy hafði unnið
hjörtu barnanna, og ég var svo
heillaður, að ég hratt írá mér
hverri skynsamlegri aðvörunar-
rödd. Ég þurrkaði af höndum mér,
og faðmaði Goldy að mér.
.Svona,” sagði ég, ,,þú komst
hingað tyrir viku, og nú erum við
þegar íarin að hugsa um alvar-
leg mál." Ég kyssti hana, meðan
börnin horfðu á, hlæjandi af
gleði.
,.Við fáum mömmu," sagði Sara
himinlifandi. Hún hljóp inn og ég
heyrði hana segja við Jönu: ,,Við
fáum mömmu. Ertu ekki glöð."
SVO við Goldy trúlofuðumst.
Þegar ég sagði Lollu Grandall
það daginn eftir, afsakandi af því
það hafði gerzt svo skyndilega,
greip hún um hönd mína. ,,Hirtu
ekki um það, sem fólk segir. Allir
vita, að menn, sem hafa lifað í
hamingjusömu hjónabandi, eru
fyrstir til að kvænast aftur.
Þér verðið að koma með lyf-
seðil fyrir arsenik frá lækni
yðar — mynd af konu yðar
er ekki nægileg.
,,Við ætlum að bíða nokkra
mánuði," sagði ég.
Það sagði ég sjálfum mér, en
mér skjátlaðist. Því allt þorpið
vissi brátt, að bíll Goldy stóð fyrir
utan húsið á sunnudagsnóttum
löngu eftir að öll ljós voru slökkt.
Og frú Gates fór ekki leynt með,
að þegar ég íór í heimsókn til
Goldy, kom ég ekki heim fyrr en
í dögun.
Ekki svo að skilja, að ég hefði
enga velsæmisilfinningu. Ég hafði
reynt eftir beztu getu að annast
börnin mín þessa fimm mánuði.
En ég hafði ekkert að treysta á
nema mitt eigið þrek, án þess
ÁGÚST. 1956
39