Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 45

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 45
nú, en þá fannst mér það bara dálítið skringilegt og jafnframt hugnæmt. Hún talaði ekki um annað en þunga sinn og þau ein- kenni, sem honum voru samfara. Jafnskjótt og nokkuð fór að sjá á henni, var hún sífellt að sýna það, sýna hve stórt barnið væri orðið. Oft sá ég vandræðasvip á kunningjum okkar, þegar Goldy strekkti á kjólnum sínum til að sýna bumbuna á sér! ,,Hún heldur hún hafi fundið upp mannkynið," sagði ég til að gera gaman úr hinni óviðfelldnu sýnihneigð hennar. Goldy gat ekki hugsað um annað- en líkama sinn og þessi nýju einkenni og tiffinningar. Hún bað fólk oft að þreifa á, hvernig bamið hreyfðist, eins og hún byggist við, að aðrar konur, mæður, væru jafn heillað- ar af þessu undri, eins og hún var sjálf. DAGINN sem barnið fæddist, hringdi ég. til foreldra hennar og pabba míns. Þegar ég kom frá því, var Goldy hlaupandi á spít- alaganginum í stuttum slopp, sem ekki var einu sinni hnepptur á bakinu, h.eldur flaksaði frá henni. A eftir sagðist hún ekkert muna eftir því. Hið eina, sem hún myndi, væri það, að hún hefði orðið að sjá barnið, og hefði þurft að hlaupa eftir ganginum til bamastofunnar til þess. Hún hafði þann litla auðvitað á brjósti. Henni fannst það æs- andi, eins og allt annað líkamlegt. Hún sat í heilan klukkutíma og reyndi að láta bamið halda á- fram að sjúga, löngu eftir að það var orðið mett, og hirti aldrei um að hylja brjóst sín. Eg fór ætíð hjá mér, þegar ég sá vandræðasvip- inn á mönnum, sem ég bauð heim til kvöldverðar, þegar þeir snem sér undan, er hún hneppti frá sér og beraði brjóstin. Eg sagði við sjálfan mig, að þeir væru teprulegir, en þó vissi ég, að ef konur þeirra hefðu hegðað sér eins og Goldy í návist minni, myndi mér hafa bmgðið ónota- lega við. Til þessa hafði margt óþægi- legt skeð, en ekkert verulega al- varlegs eðlis. En þegar ég hafði sífellt í huga, að Sara og tvíbur- arnir voru þegar vaxin upp i'r þeirri líkamlegu sýnihneigð, sem Goldy myndi aldrei vaxa upp úr, jók það með mér andúð á því sambandi manns og konu, sem verður að haldast traust og sterkt. Mér varð æ oftar á að hugsa um andstæðuna milli innileika og virðuleika Elinóru, og hinnar yf- irborðslegu sýnihneigðar Goldy. Goldy vissi, að hún átti enga sanna vini í þeim konum, sem ÁGÚST. 1956 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.