Heimilisritið - 01.08.1956, Side 56

Heimilisritið - 01.08.1956, Side 56
ára að aldri hafði hún gifst verzlunarmanninum John Sal- mons. Nokkrum árum seinna höfðu þau sk.ilið, Síðar flutti Elsie til Mount Airy, lítillar borgar í Norður-Karólínu og þar fékk hún atvinnu sem aðstoðarstúlka H. R. Hege læknis, eins af tannlæknum borgarinnar. Fyrir einu ári hafði hún hitt verzlunarmanninn Curry Thomas hjá William bróður sín- um í Cape Charles. Það varð ást við fyrstu sýn. Hálfu ári seinna, 31. maí, sagði Elsie upp stöðu sinni hjá Hege lækni og 11. júní giftist hún Thomas. Leynilögreglumönnunum þótti það ekki ósennilegt að Salmons, fyrri maður Elsie Thomas, stæði bak við tilræðið. Það kom þó brátt í ljós, að hann hafði hvorki tilefni né tækifæri til þess að fremja hinn svívirðilega glæp. Síðan fundust fimm menn í við- bót, sem beðið höfðu hinnar fögru Elsie, en frá upphafi komu fjórir þeirra alls ekki til' greina. Eftir var aðeins einn — tannlækn- irinn. Leynilögreglumönnunum tókst að komast á snoðir um að Hege læknir hafði skrifað brennandi ástarbréf til aðstoðarstúlku sinn- ar, þegar hún var í heimsókn hjá bróður sínum um jólin. Hún hafði fengið margar verðmætar gjafir frá honum og það fréttist einnig, að hann hafði verið algjörlega örvinglaður út af því, að hún hafði trúlofað sig. EINN leynilögreglumannanna, Sentman að nafni, fór til Mount Airy. til þess að yfirheyra tann- lækninn. Hege læknir var há- vaxinn ag grannur maður með sérstaklegt amerískt útlit. Hann játaði fúslega, að hann hefði verið hrifinn af sinni fögru að- stoðarstúlku, en að sjálfsögðu hefði hann ekki haft neina ástæðu til þess að sitja um líf hennar. ,,Eg skil," sagðii Sentman. ,,Það er líka aðeins fyrir siðasakir að ég spyr yður, hvað þér höfðuð fyrir stafni 21 og 22 júlí." ,,Þann 21. fór ég að heiman frá mér með vini mínum Banner klukkan sex um morguninn," mælti tannlæknirinn. ,,Við höfðum ráðgert að fara í tveggja daga veiðiför." „Komuð þið í nágrenni Rich- mond?" ,,Nei. Við ókum yfir Hillsville og milli klukkan 3 og 4 síðdegis komum við að veiðimannakofa Bill Farmers. Þar gistum við, og snemma næsta morgun fórum við að veiða. Klukkan ellefu um kvöldið vorum við komnir aftur til Mount Airy." 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.