Heimilisritið - 01.08.1956, Page 60

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 60
sen hefði ekki getað komið í veg fyrir að gjöfin yrði þegin?" ,,Það var óhugsandi." ,,Ekki einu sinni þó að hann hefði getað sannað það, að þessi gjöf hefði verið neydd út úr eigin- konu yðar með fjórkúgun?" spurði Heath lögregluforingi stilli- lega. Það var löng og æsandi þögn í herberginu. Dr. Broderick opnaði munninn tíl þess að segja eitthvað, en hætti við það, er hurðin var skyndilega opnuð og inn kom Caroline Broderick. Systir yfirlæknisins var nóföl í framan. Andlit hennar var gjör- samlega sviplaust. Hún gekk til manns síns og stóð við hlið hans. ,,Hugt Ellsworth var rétt í þessu að segja mér um Thegn," sagði hún. ,,Það er hræðilegt — það er beinlínis ótrúlegt, algjörlega ótrú- legt. En áður en við gerum nokk- uð, verðum við að sjá til þess, að þetta komist ekki í blöðin. Ekki á meðan Linette er hjá Drayton landsstjóra og ekki er búið að ganga frá trúlofun hennar. Það yrði hræðilegt eí það stæði á for- síðum allra blaðanna, að frændi hennar hefði verið myrtur." Hún sneri sér ögrandi að Jim. ,,Þér eruð frá lögreglunni, lög- regluforinginn, sem hefur þetta mál til meðferðar, er það ekki? Viliið þér gjöra svo vel að sjá til þess, að þetta komist ekki í blöð- in?" Heath lögregluforingi leit stilli- lega á hana. ,,Ég er hræddur um, að ég hafi meiri áhuga á því að komast að því, hver myrti bróður yðar, heldur en að hafa áhyggjur út af því, hvað kann að koma illa við dóttur yðar, f'rú Brode- rick. Viljið þér gjöra svo vel að fá yður sæti. Ég þarf að leggja nokkrar spurningar fyrir yður." Þetta óvænta gagnáhlaup hafði svo mikil áhrif á frú Broderick, að henni féll allur ketill í eld. Hún settist niður án þess að segja orð. ,,Voruð þér á skrifstofu bróður yðar síðdegis í dag, skömmu áð- ur en uppskurðurinn hófst?" ,,Já, það er rétt." Það var mót- þrói í rödd hennar. ,,Tókuð þér eftir bakkanum með hádegismat bróður yðar, þegar þér komuð inn?" ,,Já. Ég sá Thegn taka bakkann og setja á skrifborðið sitt Hann ætlaði að fara að borða. En hvað var það, sem þér vilduð vita?" An þess að svara, hélt Jim áfram: ,,Þér voruð hjá bróður yð- ar þar til rétt áður en hann gekk inn í snyritiherbergið, er það ekki?" ,,Jú, ég var þar. Svo gekk ég út í gfegnum svæfingarherbergið." 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.