Heimilisritið - 01.08.1956, Page 61

Heimilisritið - 01.08.1956, Page 61
„Og enginn kom inn allan þann tíma, sem þér voruð á skrifstofu- unni?" „Enginn. Við vorum ein. Ja, ungfrú Heath kom að vísu til þess að segja Thegn frá því, að sjúkl- ingurinn biði á skurðarborðinu. Hvers vegna eruð þér að spyrja svona í þaula?" Caroline Broderick leit á hann, æst í skapi, og allt í einu rann npp fyrir henni ljós og hún leit reiðilega til Ronu. „Nú skil ég, hvað þér eruð að reyna að sanna. Ungfrú Heath hefur sagt yður frá því, að við Thegn vorum að rífast. Yður — yður grunar, að ég hafi myrt bróður minn •— minn eigin bróður. Þetta er hlá- legt." Hún sveiflaði handleggnum í áttina að manni sínum. „George, þetta er til háborinar skammar." Dr. Broderick var ókyrr í sæti sínu, en sagði ekki orð. „Um hvað deilduð þið, bróðir yðar og þér, frú Broderick?" spurði Jim. Hún hikaði andartak áður en hún svaraði. Ronu fannst sem óttaglampa brygði fyrir í augna- ráði hennar, og þegar Caroline svaraði, komu orðin eitt og eitt á stangli. „Við ræddum um gjöfina, sem ég ætlaði að gefa sjúkrahsú- inu. Maðurinn minn hefur sagt yður frá henni og um þessar heimskulegu mótbárur bróðurs míns." „Er það nú öruggt, að þið haf- ið ekki talað um neitt annað, frú Broderick? Eg vil leyfa mér að benda yður á það, að tvö vitni hafa borið það, að hafa heyrt yð- ur nota orðið íjárkúgun." „Fjárkúgun!" Caroline vætti purpurarauðar varir sínar með tungunni. „Það getur verið, að ég hafi notað þetta orð, ég man það ekki," Hún flýtti sér að bæta við. „A sinn hátt er það fjárkúgun, þegar læknar tæla peninga út úr ríkum kvenmanni í þessi sjúkra- hús sín. Það er alls ekki svo auðvelt að neita slíku. Þeir setja manni stólinn fyrir dymar, — já, það gera þeir." Hún kinkaði kolli til áherzlu rétt eins og henni hefði hlotnazt góð röksemda- færsla með þessu. „Þetta er mín skoðun. Á sinn hátt hefur þetta fé verið kúgað út úr mér." ,,Og það sögðuð þér bróður yð- ar?" „Já, svo sannarlega." „Var það þá eina ástæðan fyrir neitun hans, að peningarnir komu frá Clint-félaginu?" „Já, það er rétt. Það var hið eina, sem hann hafði út á þetta að setja." Jim ákvað að þreifa fyrir sér í blindni. „Frú Broderick, viljið þér ÁGÚST. 1956 59

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.