Heimilisritið - 01.01.1957, Page 37

Heimilisritið - 01.01.1957, Page 37
 ,, Ungi maður, ég segi yður upp starii!" „YÐUR ER hérmeS sagt upp, Ingram!'' „Já, en herra Butterworth, ég hef þó reynt ..." „I Magasin Melvyn reynum við ekki, Ingram, við gerum bara hlutina, eins og þeir eiga að ger- ast. Þjónustan við viðskiptavin- ina hefur gert Magasín Melvyn að þeirri stórverzlun, sem hún er orðin. Mér þykir það leitt, Ing- ram, en það á bersýnilega ekki við um yður. Þér getið farið til gjaldkerans og sótt kaupið yðar." Mikael Ingram gekk lotningar- fullur burt og leit enn einu sinni á vel búna viðskiptavininn, sem bersýnilega naut sigursins. I sömu andrá og hún gat ekki séð hann lengur, rétti hann úr sér, yngdist um mörg ár og gekk glaðlega blístrandi eftir ganginum. Hann lauk rösklega upp dyr- unum á litlu skrifstofunni, sem hann deildi með fimm öðrum lítt Gamansöm smásaga um ást og viðslriptasálJraeði eftir Vicki Baum merkum persónum. Hver og ein af þeim hafði orðið að ganga í gegnum heilmikið af sálfræðileg- um rannsóknum og prófunum, er áttu að staðfesta góðlyndi og taugastyrk viðkomandi starfs- manneskju, áður en hún yrði ráð- in hjá þessu fyrirtæki. Sálfræði var mikilvægasta atriði í sam- bandi við umkvörtunardeildina. Mikael settist við skrifborðið, setti á sig gleraugun og tók upp sjálfblekunginn. Svo laut hann yfir verk sitt, sem hann hafði orð- ið að gera hlé á, þegar hr. Butter- worth kallaði hann inn til §ín. „Minniháttar sadistatilhneigingar hafa í 158 tilfellum reynst vera ástæðan fyrir óbilgirni viðskipta- vinanna," skrifaði hann. Um leið og Mikael Ingram var búinn að setja upp gleraugun og tekinn til við verk sitt, varð hann allur ann- ar en maður, sem fyrir skömmu hafði verið vikið úr starfi fyrir- JANÚAR 1957 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.