Heimilisritið - 01.01.1957, Page 42

Heimilisritið - 01.01.1957, Page 42
Þín og mín. Hún heldur, að við séum hjón. Elín, þú mátt ekki bregðast mér. Þú verður að vera konan mín — svolitía stund, þangað til hún er íarin!" ,,Þið bræður eruð einkar lagn- ir að velja góð tækifæri til kvon- bæna. Frank bað mín, þegar við duttum niður um ís og stóðum í tjörninni upp í háls." AFTUR var hringt. Mikael þrýsti hikandi á hnappinn, sem opnaði dyrnar og þakkaði sínum sæla, að íbúðin skyldi vera á fjórðu hæð og engin lyfta í hús- inu. Það gaf honum tíma til að skýra hlutverkið fyrir mágkonu sinni. Nú var Jana á leið upp stigann dálítið óróleg vegna þess, að hún hafði einu sinni látið duttl- unga hans hlaupa með sig í gön- ur. I gær, þegar hún fékk allt í einu tilkynningu um, að hún hefði þrátt fyrir allt fengið hlut- verkið, hafði hún verið svo ham- ingjusöm, að henni fannst, að hún yrði að liáta aðra njóta hlut- deildar í gleði sinni. Þessvegna hafði hún keypt leikföng handa bömunum — og nú var of seint fyrir hana að iðrast fljótræði síns. Samræðurnar gengu stirðlega. Jönu fannst frú Ingram hafa eink- ar leiðan sið — að kalla mann sinn „vinur minn" og „elskan mín" í öðm hvom orði. „Á ég að ná í börnin, elskan?" spurði Elín og stóð þunglega á fætur. Ingram brá þegar við og opnaði dyrnar fyrir hana með yfirdrifinni kurteisi. Augu hennar tindruðu af gamansemi. Á eftir sagði Jana fljótt: „Eg vildi ekki segja neitt, á meðan frú Ingram var við — en ég hef loks fengið svar frá hr. Butterworth." Hún leitaði ákaft í tösku sinni. I sama bili heyrðust háværar raddir barnanna framan við dymar. Jana lokaði töskunni í skyndi og hélt gjafabögglunum tilbún- um. Bömin komu inn, fengu gjaf- irnar, létu þær liggja á gólfinu og hrópuðu í kór: „Hvenær eig- um við að fara í garðinn?" „Mikael hefur lofað að fara með þeim í garðinn og gefa íkorna, sem þau kalla Elmer, og hann efnir ævinlega það sem hann lofar. Þér dettur aldrei í hug að lofa upp í ermina þín, er það elskan?" Jana spratt upp eins og hún hefði verið stungin. „Hafið þér nokkuð á móti því, að ég fari með í garðinn? Mig hefur alltaf langað svo til að gefa íkoma," heyrði hún sjálfa sig segja, sér til undrunar. 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.