Heimilisritið - 01.06.1957, Síða 5

Heimilisritið - 01.06.1957, Síða 5
Danslagafexfar J. OFT SPURÐI ÉG MÖMMU . . . (Que sera, sera) Texti: Loftttr Guðmundssoti Ingibjörg Smith syngnr þetta lag á His Alaster’s Voice (plata nr. fOR 234) (Birt með leyfi Fálkans h.f.) Ofc spurði ég mömmu, er ung ég var: „Sér enginn fyrir livað verða kann? Hlotnast mér fegurð, auðlegð og ást?“ Aðeins hún svara vann: „Que sera, sera — það verður og fer sem fer. Hið ókomna enginn sér. Que sera, sera — verður og fer sem fer.“ Seinna ég oft spurði unnustann: „Sér enginn fyrir hvað verða kann? Hljótum við gæfu, unað og ást?“ Aðeins hann svara vann: „Que sera, sera . . . Nú spyrja börn mín aiveg eins: „Sér enginn fyrir hvað verða kann? Hljótum við fríðleik, auðlegð og ást?“ Auðmjúk ég svara vann: „Que sera, sera — það verður og fer sem fer. Hið ókomna enginn sér. Que sera, sera — verður og fer sem fer.“ DRAUMUR FANGANS Lag og texti: Tólfti Septemher Erla Þorsteinsdóttir syngur þetta lag á Odeon (plata nr. DK1413) (Birt með leyfi Fálkans h.f.) Það var um nótt, — þú drapst á dyr hjá mér — að dyrnar opnuðust af sjálfu sér og inn þú komst og kveiktir ljós mér hjá. Ég kraup að fótum þér í hljóðri þrá. Þú lagðir hönd að brjósti mér svo blftt, að birta tók og mér varð aftur hlýtt. Ó, milda smnd. Hve létt varð leiðin heim, um loftbraut hugans, — vorsins bjarta geim. Er óskir rætast, bætist böl og stríð; í bláma fjarlægðar sést liðin tíð, en við oss blasir björt og fögur strönd og bak við hana sólrík draumalönd. Þá leiðumst við í lífsins helgidóm, — í ljúfum sporum vaxa munablóm — Og fótmál vor, — hvert skref á skammri stund þótt skiljumst hér — er heit um endur- fund HEIMILISRITIÐ S

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.