Heimilisritið - 01.06.1957, Side 6

Heimilisritið - 01.06.1957, Side 6
VAGG OG VELTA (The Saints Rock ’n Roll) Tcxti: Loftur GuSmiindsson Erla Þorsteinsdáttir syngur þetta lag á Odeon (flata nr. DK1415 (Birt meS leyfi Fálkans h.f.) Vöggum og veltum villt og dátt, veltum og spriklum dag og nátt. Vagg og velta frá vöggu að gröf, víst er það lífsins náðargjöf. Það va'ggar flest í veröld hér, veltist skjótt er út af ber, vagga ég og veltist sem aðrir. Veltist skjótt ef út af ber. Hann afi minn fór á honum Rauð, — afi minn fór á honum Rauð. Klárinn jós og karl valt af baki. Afi minn fór á honum Rauð. En enginn grætur Islending. — enginn grætur Islending. Veltist hann í veraldar glaumi, enginn grætur íslending. Og yfir kaldan eyðisand, — yfir kaldan'eyðisand. vagga ég og veltist með tröllum. Yfir kaldan eyðisand. Og nú er hún gamla Grýla dauð, — nú er gamla Grýla dauð. Gafst hún upp á veltunni, greyið. Nú er hún gamla Grýla dauð. En nóttin hefir níðst á mér. — Nóttin hefir níðst á mér Veltist ég í draum þegar dagar. Nóttin hefir níðst á mér. Er tunnan valt og úr henni allt, — tunnan valt og úr henni allt, hotninn upp í Borgarfjörð veltist. Tunnan valt og úr henni allt. ÞAÐ RÖKKVAR í RÓM (Arrivederci Roma) Texti Loftur GuSmundsson Erla Þorsteinsdóttir syngur j>etta lag á Odeon (flata nr. DK1414) (Birt meS leyfi Fálkans h.f. Um kirkjurnar, hallir og hæðir og hvolfþökin kvöldskinið flæðir, á súlnatorg, svalir og boga slær síkvikum loga, það rökkvar í Róm. Frá gosbrunni glitfoss stígur, og glódögg á kýpurslaufið hnígur. Til óttusöngs klukkurnar kalla, og múrarnir gjalla við málmskæran hljóm. Með zítarleik falla sólardætur í seiðfaðm nætur, það rökkvar í Róm. Arrivederci Roma, er rökkrið vefur torg, brennur dreyrinn þér í öldnum æðum, aftur vaknar hýr af fornum glæðum, andrá heit við liðnar aldir minnist, eilíf borg. Arrivederci Roma, í ró og þagnarsæ fljótið milli hljóðra hæða streymir, horfna frægðartíma rústir dreymir, dökkhærð mær sín ljóð við zítar syngur svölum blæ. Glóir þrúgnaveig í gullnum bikar. glóðin dul í myrkum augum blikar. ennþá gróa í lundum aftanskugga. unaðsblóm. Arrivederci Roma, öll liggur leið að Róm. Á meðan fljótið hljótt að hafi rennur, á hæðum sjö þinn skæri viti brennur, lýsir yfir móðu ára og alda, eilíf Róm . . . 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.