Heimilisritið - 01.06.1957, Page 8

Heimilisritið - 01.06.1957, Page 8
ur fyrir að hafa verið foringi í óeirðum í því skyni að hindra fógetagerð (sem ætlaði að víkja Halvorsen lækni úr embætti), og þegar Heinesen kom heim, var haldin mikil sigurhátíð. Um það bil 1000 manns tóku á móti honum og haldnar voru ræður og ávörp flutt. Heinesen var látinn ganga í gegnum heiðurs- lilið, sem var skreytt með fánum Norðurlandaþjóða, þó ekki danska fánanum. Og allir sungu með fimm söngva, sem voru samtals 40 vérs, en í þeim var hatursfull árás á Dani. Þannig er hugur Klakksvík- inga í garð Dana. ANARS er allt með kyrrum kjörum í bænum. Klakksvík- ingar hafa um nóg annað að hugsa en læknadeiluna. Klakks- vík er mezti athafnabær Færeyja á flest öllum sviðum. Klakksvík er mesti fiskveiðabærinn og þar eru flestar verksmiðjur og fram- leiðslufyrirtæki eyjanna. Þrátt fyrir þetta hefur Klakksvík töluverða minnimáttarkennd gagnvart Þórshöfn, og er að burðast við að kalla sig „höfuð- stað norðureyjanna,“ en þar búa samtals fimm þúsund manns á sex eyjum, og er þá í- búar Klakksvíkur meðtaldir. \ Klakksvík er bær í njjög mikilli framþróun og örum vexti. Klakksvíkingar eru að sjálfsögðu stoltir af því, og stoltari eru þeir af því að geta þakkað sjálfum sér frama sinn og fram- gang. Þeir undirstrika í orðum og gerðum að þeir eru ekki bara Færevingar heldur Klakksvík- ingar. Og þeir láta skína í það, að það sé bezt fyrir okkur að láta þá vera í friði. Kappar og vopn Björn og Magnús heita bræður tveir fyrir norðan, og eru miklir veiðimenn. Eitt sinn er þeir komu af rjúpnaveiðum í vetur, hafði Bjöm breytzt eigi all-lítið í útliti — andlit hans var alsett höglum. Móðir þeirra bræðra varð furðu lostin er hún sá útganginn á syni sínum, og spurði hverju þetta sætti. Magnús varð fyrir svörum: „Bjössi bróðir þurfti að bregða sér á bak við hól í sérstökum erind- um, og svo þegar hann var búinn og stóð upp aftur, hélt ég að hann væri rjúpa — og fretaði auðvitað á hann úr hólknum." „Og varstu ekki hræddur drengur, þegar þú sást hvað þú hafðir gert,“ spurði móðir hans. „Nei nei — ekki ég — en Bjössi bróðir varð ógurlega hræddur." 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.