Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 11

Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 11
svefnherbergi foreldranna. Móð- ir hennar myndi sennilega koma með fleiri spurningar, og hún yrði neydd til að gefa loðin svör. Henni var á móti skapi að geta ekki svarað því, sem þau spurðu hana um. Hún var ekki vön að leyna þau neinu. En í þessu til- felli var það óhjákvæmilegt, að minnsta kosti í nokkra klukku- tíma enn. Ef hún segði sannleik- ann nú, yrði grátur og ófriður í húsinu. Á eftir, þegar hún væri búin að koma ákvörðun sinni í framkvæmd, og ekkert varð aft- ur tekið, ætlaði hún að segja þeim allt af létta. En hún myndi aldrei segjja þeim, hvað það hefði kostað hana að taka þessa ákvörðun. Vökunætur, heilabrot og efa- semdir. Hún opnaði gluggadyr og gekk út á veröndina. Það var sunnu- dagur í júní, loftið var tært og þægilegur andvari. Himininn var heiður og blár. Hún fór úr inniskónum og gekk berfætt út á græna grasflötina, sneri and- litinu mót vermandi sólinni og fylltist undarlegri vellíðan. í endanum á garðin stóð gleym- mér-ei í blóma. Hugur hennar leitaði til hans. Hann hafði mæt- ur og þekkingu á blómum, og hann hafði oft látið henni í té af þekkingu sinni. Það brá skugga á andlit henn- ar, þegar hún hugsaði um þær raunir, sem biðu hans nú . . . og þær, sem biðu hennar. Það, sem hann hafði gert, var ekki heiðar- legt, en hann hafði gert það — einnig vegna hennar — og hún var fús til að taka þátt í ein- manaleik hans og refsingu. Hún gekk á ská yfir grasflöt- ina og settist á bekkinn við hús- gaflinn. Hún lokaði augunum og naut sólskinsins, uns hún heyrði raddir og tók eftir, að svefnher- bergisgluggi foreldranna stóð opinn fyrir aftan hana. „Solveig er orðin svo undar- leg,“ — heyrði hún móður sína segja. „Hún er svo þögul og dul þessa dagana.“ Faðir hennar svaraði, milt eins og ævinlega: „Hún er ekkert barn lengur. Þegar maður er orðinn tuttugu og eins árs, fer maður ekki með allt til pabba og mömmu.“ „Heldurðu, að hún hugsi enn þá um hann?“ „Auðvitað hugsar hún um hann. Henni þótti vænt um hann, og honum þótti vænt um hana. Ég held meira að segja, að ást þeira hafi verið meiri en al- mennt gerist. Hún gleymir hon- um aldrei.“ „Segðu það ekki,“ sagði kon- an skelfd. „Það væri hræðilegt, HEIMILISRITIÐ 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.