Heimilisritið - 01.06.1957, Síða 14

Heimilisritið - 01.06.1957, Síða 14
„Og ég fæ vonandi leyfi til að heimsækja þig.“ Hann kinkaði kolli. „Ég er bú- inn að skrifa þeim langt bréf,“ sagði hann. „Það sendi ég af stað í kvöld.“ „Ég þakka,“ sagði hún. „Og þegar ég verð látinn laus,“ stamaði hann, „þá . . .“ „Þá verðum við búin að fá litla íbúð,“ sagði hún brosandi. Það var drepið á dyr, og prest- urinn kom inn. Frammi í gang- inum heyrði hún fangavörð segja: „Ég átti að sækja númer sjö hundruð og ellefu.“ Hún tók saman dót sitt, hvarf enn einu sinni í faðm hans og -Kní SMí gekk til dyranna. Á þröskuldin- um leit hún við. Hann stóð þráð- beinn og brosti í kveðjuskvni. Fas hans forðaði henni frá að gráta. Presturinn fylgdi henni eftir löngum ganginum, og í annað sinn heyrði hún númer nefnt. Sjö hundruð og ellefu. Ekki nafnið hans. Hér inni átti hann ekkert nafn. Hún kreisti blóm- vöndinn og minntist þess, sem hann hafði sagt henni einn vor- dag um guð og lítið nafnlaust blóm. Hún fór út úr fangelsinu og gekk burt í sólskininu. Það lék angurvært bros um varir henn- ar, en hún bar höfuðið hátt. * LKI Nýlega lézt í Berkely í Californíu Frances nokkur Matthew, 78 ára gömul. Hún lét eftir sig hálfa nulljón kr. sem á að nota, samkvæmt erfðaskránni til að kaupa lciðsöguhunda handa blindum. Þessi gamla dama var mjög þekkt fyrir sína tíðu búðarþjófnaði og nokkrum mánuðum fynr andlátið fékk hún sekt fyrir að stela /2. kg af smjöri. # NJET stórt, amerískt útgáfufyrirtæki hefur fyrir skömmu gert dóttur Stalins, Svet- lana, tilboð um að gefa út endurminn- ingar og boðizt til að tryggja henni h/ rnillj. kr. fyrir. Nú hefur svarið borizt frá Moskva. Það er eitt stutt, rússneskt njet (= nci). Framkvæmdastjórinn fyrir stórum hótel-hring kom eitt sinn í eldhúsið í cinu hótelinu. Hann tók eftir manni, sem var að þvo upp diska og var heldur dapur í bragði. „Upp með skapið," sagði framkvæmdastjórinn, „ég byrjaði sjálfur sem uppþvottamaður hér og sjáið bara, hvað ég er orðinn. Þannig gengur það nú í Ameríku." Uppþvottamaðurinn leit á hann með háðsglotti og sagði: ,,Ég byrjaði sem for- stjóri fyrir þessu hóteli og þvæ nú upp diskana. Þannig getur það líka gengið í Ameríku.” # Ameríski meistaraboxarinn Rocky Marziano: „Ég vil ógjarnan rekast á sjálfan mig í dimmu húsasundi.“ 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.