Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 28

Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 28
gildrur, lifað eins og hann lysti. „Hvað um það, hann kemur ekki heim á næstunni,“ sagði Helen, „en mér finnst hryllilegt til þess að hugsa, hvað hann myndi gera núna, ef hann væri ekki í þúsund mílna fjarlægð.“ „Sennilega kæmi hann hingað með skammbyssu,“ sagði Brad, „og reyndi að koma í veg fyrir giftingu Veru. Mér varð órótt innanbrjósts. „Ég efast um, að hann álíti sig ennþá hrifinn af mér.“ Helen greip fram í. „Auðvitað gerir hann það, Vera. Hann var alltaf vitlaus í þér og mun alltaf vera.“ „Þú veizt það sjálf,“ sagði Brad, „var það ekki ástæðan fyr- ir því, að þú fórst til Mill Falls og fékkst þér vinnu í verksmiðj- unni.“ Ég hafði ekki gert mér ljóst fyrr en þá, að hann vissi um ástæðuna. Ég hafði látið í veðri vaka, að ég færi frá Meekers- ville vegna þess, að þar var enga vinnu að hafa. í rauninni gei'ði ég það vegna Lonnie. Vegna þess að hann hafði viljað kvænast mér og ég hafði óstjórnlega löng- un til þess að játast honum, enda þótt ég vissi hve hryllilegt líf það yrði fyrir mig. Hann hefði orðið ómögulegur eiginmaður — drukkið, safnað skuldum, jafn- vel haldið fram hjá mér. Ást hans gat ekki einu sinni breytt honum. Samt fann ég, að hann var alltaf að ná sterkari tökum á mér. Kvöld nokkurt niðri við Sutt- ons Pons, þegar ég hafði næstum misst alla stjórn á sjálfri mér, sá ég, að mér myndi fyrir beztu að flytjast burt. Lonnie ætlaði að tapa sér. Ef hann hefði ekki verið undir eftirliti vegna ölv- unarsektar um þær mundir, held ég, að hann hefði elt mig til Mill Falls. Þetta rif jaðist allt ljóslega upp fyrir mér, þegar Brad og Helen fóru að tala um hann. — Bi’ad sagði: „Ég get ekki sagt, að við séum beinlínis hrifin af því, að þú giftist verkalýðsfélags for- manni, Vera, en það er betra en að vera frú Lonnie Rivers.“ Seinna hittu þau Pete. Hann var jafn þolinmóður og skiln- ingsríkur við þau með sína hleypidóma, og hann hafði verið við mig. Hann breytti ekki skoð- unum Brads á verkalýðsfélögum þó þeir vektu heila nótt og rök- ræddu. En eftir hjónavígsluna tók Brad mig afsíðis og sagði: „Ég hef ekki lengur áhyggjur af henni litlu systur minni. Hún er í góðum höndum.“ Mér hafði verið sagt upp, þeg- 26 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.