Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 44

Heimilisritið - 01.06.1957, Qupperneq 44
örvæntingarfullur skipunartónn í rödd hans. „Hans . . .“ „Farðu,“ hvíslaði hann. — „Flýttu þér. Hver mínúta er dýrmæt.“ „Hans, má ég segja — þökk?“ „Farðu,“ hvæsti hann út á milli tannanna og sneri baki við henni. Þegar hún stóð úti á götunni, vissi hún ekki hvaða stefnu skyldi taka. Sex klukkustundir. Hún leit á úrið sitt: Klukkan var nákvæmlega tvö. Klukkan átta yrði hún að vera komin af landi burt. En hvernig? Nú var auðvitað búið að handtaka allan flokkinn og hún gat ekki leitað til nokkurs manns. Hún efaðist ekki um það, að Schacter myndi beita öllum brögðum til að kló- festa hana, þegar þessar sex stundir væru liðnar, ef þetta var þá ekki allt saman gildra, sem hann hafði tælt hana í. Hún beygði til hægri og gekk af stað. Er hún hafði gengið nokkra stund, kom hún að sjálfvirkum síma, þar sem hún nam staðar og leit við, — ef til vill í tuttug- asta skiptið — til að vita hvort nokkur veitti henni eftirför. En gatan var mannlaus með öllu. Átti hún að hringja til Michaels, flokksforingjans hennar? Væri búið að handsama hann, myndi enginn svara henni og væri hann hins vegar frjáls ferða sinna. . . . Hún smaug inn í klefann tók tí- eyring úr töskunni, lét hann detta inn um rifuna, bað um símanúmer Michaels og beið svo full eftirvæntingar. Hún heyrði hringingarnar og var alveg að missa alla von, þegar loks ein- hver svaraði og hún þekkti óðar rödd Michaels. — „Michael, Michael," hrópaði hún og það var sem létt væri af henni þungu fargi. — „Ó, guði sé lof . . . ég hélt að þú værir ... Ertu þarna?“ „Auðvitað er ég hérna. Hvað í ósköpunum viltu mér eiginlega um þetta leyti sólarhrings?“ „Ertu einn heima?“ „Róbert er hérna hjá mér. Hvað hefur eiginlega komið fyr- ir?“ Hún var í svo æstu skapi, að hún átti erfitt með að segja hon- um að hún þyrfti nauðsynlega að hitta hann undir eins. Meira gat hún ekki sagt að svo stöddu. Þau ákváðu að hittast á næstu S-brautarstöð eftir hálfa klukku- stund. Hún hafði biðið nákvæmlega eina mínútu á brautarstöðinni, þegar bifreið ók framhjá henni, og nam staðar skammt fi'á. Hún þekkti óðar hávaxinn líkama Michaels og ljósan yfirfrakka Róberts, þegar mennirnir tveir 42 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.