Heimilisritið - 01.06.1957, Page 46

Heimilisritið - 01.06.1957, Page 46
ÞAU VORU næstum tvær klukkustundir á leiðinni upp til Dronninglund, þar sem ,,Kofinn“ var. Það var ekki mikið talað á leiðinni, nema hvað Michael hugsaði nokkrum sinnum upp- hátt: — „Jafnvel þótt þeir hafi sett þumalskrúfur á Hugo, þá hefur hann ekki sagt þeim neitt.“ Enginn svaraði. Eva reyndi að hvílast. Hún fann ekki til kulda lengur, en var alveg dauðþreytt. „Kofinn“ var raunverulega sumarbústað- ur, sem stóð dálítið afskekktur, nokkurn spöl frá veginum, um- kringdur furutrjám. Á síðast- liðnu hálfu ári höfðu allmargir flóttamenn verið fluttir þaðan, yfir til Svíþjóðar. Fiskimaður, sem heima átti þar skammt frá, hafði lánað farkost sinn til slíkra ólöglegra flutninga, fyrir góð orð og nokkurt endurgjald. Róbert flýtti sér þegar á fund fiskimannsins en Eva og Michael létu bifreiðarstjórann snúa aft- ur til borgarinnar og gengu sjálf til „Kofans“. „Ætlið þið líka að koma með yfrum?“ spurði Eva, er þau höfðu kveikt á rafmagnsofnin- um. „Nei, fyrst um sinn hef ég nóg að gera hér við að endurskipu- leggja flokkinn,“ svaraði Micha- el um leið og hann dró vélbyssu 44 upp um gat á gólfinu, sem var vandlega hulið með sléttum borðum. Róbert kom aftur að vörmu spori og sagði að skipstjórinn hefði reiðst því mjög að vera vakinn svona snemma, en hefði samt lofað að verða ferðbúinn að hálfri stundu liðinni. — „Þá verður klukkan orðin hálf sjö,“ sagði Eva. — „Schacter hefur víst ekki búizt við því, að við yrðum svona snör í snúningum.“ Michael sendi Robert út að garðshliðinu, til þess að standa þar á verði, en settist hjálfur við gluggann með vélbyssuna í höndum. Það voru 1 mesta lagi liðnar tuttugu mínútur, þegar þau heyrðu skyndilega æsta rödd Róberts fyrir utan og á næsta andartaki stóð hann í dyr- unum: — „Það kemur bifreið ak- andi mjög hægt, hingað upp að húsinu,“ hrópaði hann. — „Ég sá ekki hvað margir voru með henni.“ „Þá hefur blóðhundurinn svik- ið okkur, samt sem áður og geng- ið á gefin heit!“ hrópaði Micha- el. — „Róbert, þú stendur hérna við gluggann og skýtur, þegar ég gef þér merki! Eva taktu þessa skammbyssu og tæmdu skot- hylkið í hausana á þessum djöfl- um. Ég hleyp upp á loft og sendi þeim heitar kveðjur út um HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.