Heimilisritið - 01.06.1957, Page 47

Heimilisritið - 01.06.1957, Page 47
gluggann þar. En skjótið ekki fyrr en ég er búinn að fagna þeim með fyrstu kúlunni!“ Andartaki síðar kom svört Mercedes-bifreið á hægri ferð, fram á milli trjánna. Á radíó- stöng hennar blakti stórt, hvítt flagg. „Þeir senda griðaboða, til þess að fá okkur til að gefast upp!“ hrópaði Michael uppi á loftinu. Bifreiðin var nú komin alveg að húsinu og það var aðeins einn maður í henni. Michael kom hlaupahdi niður stigann: — „Ég veit ekki hvað hér býr undir,“ hrópaði hann æstur. „En nú er bezt að ganga út og tala við kauða.“ Bifreiðin stanzaði og einkenn- isbúinn maður steig gætilega út úr henni og hélt á hvítum vasa- klút í annarri hendi. — í hinni hendinni bar hann pakka. Mic- hael lauk upp dyrunum og mið- aði vélbyssunni á gestinn. — „Stanzið!“ hrópaði hann. „Hvað viljið þér?“ Sá einkennisbúni rétti fram pakkann og hneigði sig: — „Til Fraulein Kohler frá Schacther ofursta með beztu óskum um eine gute Reise!“ Michael gat ekki komið upp einu orði, en hrifsaði pakkann úr hendi mannsins og fletti um- búðunum af honum. Þetta var stór vöndur af rauðum rósum. í sömu andrá heyrðist í vél- bát úti á vatninu. Michael hljóp að bifreiðinni, lyfti upp vélhlíf- inni og sleit í sundur nokkrar leiðslur, svo að talstöð hennar varð ónothæf. Að því búnu sneri hann sér aftur að manninum: — „Komið með mér niður að bátn- um skipaði hann hranalega og maðurinn hlýddi boðinu orða- laust. Þau stukku út í bátinn og for- maðurinn ræsti vélina. Loftið var þokufullt og mistr- að og innan stundar var maður- inn í dökka einkennisbúningn- um, sem stóð hreyfingarlaus eins og stytta niðri á ströndinni, horf- inn í móðu og mistur fjarlægð- arinnar. Michael leit á Evu og brosti: — „Ég hef alveg gleymt að af- henda þér sendinguna,“ sagði hann og fleygði vendinum til hennar. „Jæja, hvernig eigum við að skilja þetta?“ spurði Róbert. „Kannske sem ofurlitla hugg- un fyrir framtíðina,“ svaraði Michael alvarlega. — „Þegar mannlegt hjarta getur þrátt fyr- ir allt bærzt í brjósti blóðhunds eins og Schacters, þá er kannske ekki ástæða til að örvænta um allt. . . .“ * Sverrir Haraldsson þýddi lausl. HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.