Heimilisritið - 01.07.1957, Page 51

Heimilisritið - 01.07.1957, Page 51
hann að koma með skjölin, sem vörðuðu viðskiptin við Jörgen- son? „Gott kvöld, Martin,“ sagði Tom, þegar Martin gekk inn í stofuna eftir að hafa farið úr regnfrakkanum og hengt hann í forstofuna. „Ert þú einn heima?“ spurði Martin, um leið og hann gekk hægt að ruggustól gamla manns- ins. „Ég hef verið aleinn dögum saman. Mary er farin að heim- an. Hún býr hjá frænku sinni. Hún vildi ekki verá hér, eftir að ég bannaði henni að giftast Pétri.“ „Pétur er ekki svo afleitur.“ „Hann á enga peninga og enga framtíð fyrir sér.“ „Ef þú tækir hann inn í firm- að, er ég viss um, að hann myndi reynast duglegur." „Þú veizt vel, að hann vill það ekki. Ég hef boðið honum starf, en hann vill sjá um sig sjálfur, og það getur hann ekki.“ „Það bendir þó til, að hann hafi sjálfstæðan vilja!“ „Má ég líta á blaðið þitt, Martin?“ Martin sótti blaðið í frakka- vasa sinn, gamli maðurinn tók það og leit á fyrirsagnirnar með undarlegu augnaráði. Svo lagði hann það frá sér á borðið og sagði: „Það er ekkert minnzt kr að Jörgenson sé farinn á hausinn í þessu blaði.“ „Er Jörgensen farinn á haus- inn?“ „Já, ég fékk að vita það hjá einum samstarfsmanni þínum í morgun. Sá hinn sami sagði mér líka dálítið frá . . . eigum við að kalla það undarleg viðskipti, sem hafa átt sér stað milli þín og þessa firma!“ „Hvað áttu við?“ spurði Mart- in. „Ætli þú vitir ekki, hvað ég á við?“ „Áttu við, að þú sakir mig um . . .?“ „Finnst þér ekki, að þú ættir að vera hreinskilinn nú?“ „Hreinskilinn um hvað?“ spurði Martin æstur. Honum var nú ljóst, að Tom hafði upplýs- ingar, sem gátu eyðilagt framtíð hans. „Ef maður er kurteis, kallar maður það víst lán, en eigum við ekki að tala blátt áfram og kalla það bara svik og fjárdrátt!“ Martin leit hatursaugum á gamla manninn. „Jæja, hvað hefurðu hugsað þér að gera?“ spurði Tom. Martin svaraði ekki. Hugur hans var í uppnámi. Hann hafði ekki nokkur tök á að greiða sjóð- þurðina aftur, og hann vissi, að HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.