Heimilisritið - 01.02.1958, Page 3
050
JHul,
HEIMILISRITIÐ
JAN.-FEBR. 16. ÁRGANGUR 1958
DROTTNINGIN
fær á baukinn
Árum saman var
Simone Molter drottning
breiðgötunnar.
Karlmenn dáðust að
fegurð hennar og eitur-
hvöss tungan þaggaði
niður i stallsystrum
hennar. —
Dómarinn lét ekkert á
sig fá og á myndinni
sjáið þið hvernig
drottningin tók úrskurði
réttarins.
í PARÍS er það Boulevard Cli-
chy, sem er miðstöð fyrir þá iðn-
grein, sem gengur undir nafninu
að ,,plata náungann". Oftast er
náunginn útlendur ferðamaður,
eða þá saklaus franskur sveita-
maður.
Við þessa löngu breiðgötu er
fjöldinn allur af litlum veitinga-
stofum og kabarettum og fyrir
utan hverjar dyr stendur málóða
dyravörður og reynir að lokka
gestina inn í hálfrökkrið, þar
sem nokkrar vel málaðar dömur
reyna að hafa peninga út úr gest-
inum og fá hann til að eyða sem
mestu.
Simone Molter var drottning
breiðgötunnar enda þótt hún
væri ekki nema tvítug að aldri.
Hún hafði haldið þesari stöðu í
meira en ár, reyndar alveg frá
því að hún kom skyndilega til
Parísar árið 1949. Engin stúlka
heimilisritið LANDSBbK ASAFN
221789
ísLahds