Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 17

Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 17
dáleiðslukraftur beinist að. Hún kemur þeim í leiðslu — eins og Kún kallar það — og svo gera þeir allt, sem hún segir þeim að gera. Hún skrifar á blað, það sem þeir eiga að gera, og þegar þeir svo hafa framkvæmt vilja hennar, sýnir hún öllum við- stöddum blaðið og það, sem á því stendur.“ ,,Hvaðan kom þessi galdra- norn fljúgandi á kústskafti ?“ spurði móðir hennar, bæði í gamni og alvöru. ,,Frá New York. Hún kom þangað fyrst í stuttu leyfi, en leizt strax svo vel á heimilisvin- ina, þ. e. a. s. karlmennina, að hún settist þar alveg um kyrrt. Og frá því að hún sá Bob í fyrsta skiptið hefur hún aðeins hugs- að um það eitt, að veiða hann í net sitt. Karlmennirnir eru nú svo veikir á svellinu, eins og þú veizt,“ sagði Mary og bætti svo við, kjökrandi: — „Mamma, hvað á ég eiginlega að gera?“ Augu frú Reese, sem venju- lega voru svo mild og blíðleg, urðu skyndilega köld og hörð. — ,,Veikur á svellinu,“ tautaði hún fyrir munni sér. — ,,Það minnir mig á dálítið, sem ég var næst- um alveg búin að gleyma. Fyrir tuttugu og þremur árum var fað- ir þinn elskulegur mjög heillað- ur af hörundsdökkri dansmey.“ Mary starði í orðvana undrun á móður sína. — ,,Pabbi? . . . Já, en hann er svo góður og ynd- islegur maður. . . .“ ,,Það er nú Bob þinn líka, dótt- ir góð.“ Frú Reese brosti glettn- islega. — ,,En samt vorum við gefin saman í heilagt hjónaband skömmu síðar. Það fór allt sam- kvæmt áætlun." ,,En hvað gaztu eiginlega gert, til þess að verða henni yfirsterk- ari ?“ spurði Mary forvitnislega. ,,Það er nú mál, sem hvorki kemur þér né föður þínum við, stúlka mín,“ sagði frú Reese. ,,En það eitt get ég a. m. k. sagt þér, án þess að fullyrða of mikið, að hún féll á sínu eigin bragði, stúlkukindin. Og svo skaltu að lokum muna það, að ástin er ávallt sterkari en allar hunda- kúnstir og sjónhverfingar.“ ,,Ja, guð má vita . . .“ and- varpaði Mary. UM kvöldið, þegar Mary var að klæða sig til miðdegisverðar- ins, úti í sumarskálanum, kom Della Tracy inn í svefnherbergið til hennar. ,,Ég held næstum að Charlottu hafi tekizt að gera ykkur allar afbrýðisamar," sagði hún bros- andi. — ,,En vertu alveg óhrædd, Mary. Bæði Bob þinn og hinir dáleiddu ungu mennirnir munu HEIMILISRITIÐ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.