Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 21

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 21
gerði allan tímann. Ég hafði m. a. s. ákveðið þetta allt fyrirfram. Bob skarst bara heldur snemma í leikinn. Ég ætlaði alveg hik- laust að . . .“ Bob starði á Mary orðlaus af óttablandinni undrun. Svo varð svipur hans viðkvæmur og ástúð- legur: — ,,Litla ófreskjan þín,“ sagði hann. ,,Það væri synd að segja að þú dæir ráðalaus. Hún roðnaði og þagði, en hann hélt áfram: ,,Með andlegum hæfileikum þínum og líkams- kröftum mínufn, hljótum við að geta margt og mikið, ef við leggj- um saman. Hvað segirðu annars um stutta tunglskinsgöngu ?“ ,,Viltu kannske láta dáleiða þig?“ spurði hún ertnislega. ,,Nei, ég hef fengið mig full- saddan af svoleiðis kúnstum,“ sagði Bob, ,,enda þótt ég sé nú víst fallinn í þá leiðslu, sem ég vakna aldrei úr, a. m. k. ekki fyrr en einhvern tíma þegar þú verður orðin gráhærð og sköll- ótt.“ „Mmm,“ kumraði Mary ástleitnislega við barm hans. Hún var nú þegar farin að hugsa um hvernig bezt væri að hafa brúð- arkjólinn. ,,Bíddu hérna andartak. Ég kem strax aftur.“ Hún hljóp inn og hringdi til mömmu sinnar. „Mamma," sagði hún, ,,mér finnst það ósköp réttmætt að þú fáir fyrst allra að heyra fréttirnar. Sagan hefur nefnilega endurtekið sig.“ ,,Nú, þú hefur sannarlega ekki eytt tímanum til ónýtis," sagði frú Reese. — „Hvernig fórstu eiginlega að þessu?" ,,Ef ég má vera svo djörf að segja það, þá eru þeir hlutir til sem jafnvel þér koma ekki við.“ Frú Reese hló í símanum. ,,En þú hafðir á réttu að standa," sagði Mary að lokum. ,,Ástin er sterkari en allar hunda- kúnstir." Stíerrir Haraldsson þýddi lauslega. . Ný veiðiaðferð 1 þrjá daga veiddu íbúarnir í lidum bæ í Pódalnum stanzlaust fisk með bemm höndunum. Fiskarnir hreyfðu ekki sporð né ugga, þó þeir væru vel lifandi. Það er álitið, að þeir hafi orðið svona ölvaðir af að synda gegnum svæði í Pófljótinu, þar sem miklu af úrgangi frá bruggverksmiðju var veitt út í fljótið. HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.