Heimilisritið - 01.02.1958, Page 26

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 26
York kynntist hún Mickey Har- gitay, sem hafði verið kjörinn ,,Herra Alheimur“ eitthvert ár- ið, og það tókust með þeim góð- ar ástir og fyrir skömmu giftust þau. Hún vakti feikna athygli á Broadway og henni bárust ótal tilboð um að leika í kvikmynd- um. Hún fór þá aftur til Holly- wodd og að þessu sinni sem stjarna! í eftirfarandi köflum lýsir Jayne Mansfield því sjálf, þegar hún kom aftur til Hollywood. FLUGVÉLIN hnitaði hringa yfir flugvellinum í Los Angeles eins og risastór fugl. Nú kom ég auga á flugbrautina . . . og ein- hvers staðar þarna niðri var Hollywood, þar sem ég ætlaði að verða kvikmyndastjarna. Ég held að ég hafi aldrei hlakkað eins til nokkurs hlutar, ég fann að allt, sem ég hafði þráð og hugsað um, var nú að verða veruleiki! Það hefðu margar stúlkur ver- ið ánægðar í mínum sporum með að vera í New York og leika þar aðalhlutverk í góðu leikriti. En ég gat það ekki. Hollywodd hafði alltaf verið mitt takmark, og enda þótt ég hefði mikla á- nægju af dvölinni í New York, var ég orðin mjög óþolinmóð þar og búin að fá heimþrá. Eftir að kvikmyndafélagið 20th Century Fox var búið að taka reynslu- mynd af mér og hafði boðið mér samning, taldi ég dagana þar til ég kæmist til Hollywood aftur. GREG BAUTZER, lögfræð- ingur minn, hafði haft á réttu að standa þegar hann sagði við mig: ,,Eitt ár á Broadway og eftir það áttu Hollywood.“ Þegar ég kom, sögðu blaðamennirnir, að þetta væri eins og í gamla daga, þeg- ar stóru stjörnurnar voru að leggja undir sig Hollywood. Ég skal ekki segja um það. Auðvitað varð ég að hafa alla fjölskyldu mína með mér, og jafnvel þó að í þessum félagsskap hafi verið stór Sankti Bernharðshundur, lítill kjölturakki, franskur smáhundur, tveir kanarífuglar, hvít kanína og nokkrir kettir, ásamt Jayne Marie dóttur minni — og þó að Herra Alheimur, Mickey Hargitay, hafi komið með sömu vél og ég, þá sé ég ekkert óvanalegt við þetta. Ég veit ekki hvað þetta fjas í blöðunum átti að þýða. Ljósmyndararnir höfðu mik- inn áhuga á hundunum mínum. Þeir voru alltaf að segja við mig: ,,Klappaðu stóra hundinum aft- ur, Jayne, — nei. annars, ekki stóra skrattanum, þessum litla. Næsta dag var ég í höndunum á sérfræðingum kvikmyndafé- lagsins. Þeir hækkuðu á mér 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.