Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 27

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 27
ennið með því að klippa hárið fremst á enninu, lýstu á mér hár- ið þangað til það var orðið tungl- skinslitt. Þeir breyttu lögun augn- háranna og létu mig nota ljósari varalit og mjög lítinn augna- brúnalit. Svo þurfti ég að máta nýja kjóla og önnur föt fyrir hlutverk mitt í fyrstu myndinni, sem ég lék í fyrir Fox, en hún hét ,,The Girl Can’t Help It“. Þeir gátu ekki breytt mér í einhverja granna og ólánlega lengju, sannleikurinn er sá, að ég er eins og stunda- glas í laginu, og við því er ekkert að gera. Nú, og hvern langar svo sem að gera eitthvað við því ? CHARLES LE MAIRE, sem er tízkusérfræðingur hjá Fox og sér um allan klæðnað kvenna hjá félaginu, ákvað að reyna ekki að breyta þeirri staðreynd, að ég er meira en helmingi gild- ari um brjóstið en mittið, og hann ákvað líka að leggja áherzlu á ,,fiðrildamjaðmirnar“ á mér, eins og hann kallaði það, svo að ég yrði ekki ofhlaðin að ofan. Le Maire hefur klætt svo að segja öll stóru nöfnin í kvikmynda- heiminum, og hann lét hafa það eftir sér, að ég væri betur vaxin en allar hinar. Það voru allir dásamlegir við mig í kvikmyndaverinu og það var komið fram við mig eins og ég væri stjarna. £g fékk sérstaka stúlku, sem var eins konar tví- fari minn, eigin hárskera og sér- stakan mann, sem sá um að fegra mig og snyrta, og hárgreiðslu- konan mín, sem hét Doris, var búin að gera litað hárið á mér silkimjúkt á nokkrum vikum. Fólk ávarpaði mig Fröken Mans- field og ef ég hefði kært mig um — sem ég gerði reyndar ekki, hefði ég getað lagt mig á legu- bekknum í búningsherberginu mínu þar til allt og allir voru reiðubúnir að taka atrioin, sem ég átti að koma fram í. Eg vissi samt sem áður, að það var ekki þetta, sem gerði mig að stjörnu. í fyrsta skiptið, sem mér fannst ég komast eitthvað áfram sem leikkona, var þegar ég fékk hlutverkið í Rock Hunter á Brodway. Þegar sýningunni var lokið, fóru allir leikararnir út bakdyramegin. Þar var alltaf hópur af fólki, sem var að bí$a eftir mér! Þarna stóð ég og skrif- aði nafnið mitt fyrir fólkið, en á meðan gengu hinir leikararnir framhjá og enginn tók eftir þeim. Það var þá, sem ég vissi að ég var orðin stjarna. Það leið heldur ekki á löngu þar til setja varð 10 lcgregluverði við bakdyrnar á leikhúsinu. Oft var ég upptekin við að skrifa HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.