Heimilisritið - 01.02.1958, Page 30

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 30
eru ágætar svalir, þar sem ég ligg í sólbaði. Nú er ég búin að skjóta rótum í Hollywood. Ég á húsið, hef ágætan samning við Fox, öll hús- dýrin mín, og síðast en ekki sízt hef ég Jayne Marie, sex ára dótt- ur mína, sem er byrjuð að ganga í skóla, svo að ég sé hana ekki oft þegar ég er að vinna í kvik- myndum. En sunnudagurinn er helgaður Jayne Marie. Við förum í kirkju, keyrum út og höfum það gott. Eg les fyrir hana og hún segir mér allt um sína hagi. Hún er mjög greint og elskulegt barn og talsvert fullorðinsleg. Eg elska börn og mig langar til þess að eignast fleiri börn. Allar konur þarfnast barna, ást- ar og karlmanns í lífinu. Um leið og ég er búin með næstu mynd, sem heitir: The Wayward Bus, á ég að leika í kvikmyndinni: Will Success Spoil Rock Hunter, sem gerð er eftir leikritinu. Mickey Hargitay á að leika með mér í þeirri mynd. Þegar ég lít nú yfir farinn veg, sé ég, að það er margt, sem ég hefði getað gert betur, ef ég hefði haft vit og þekkingu á því. Til dæmis hvernig ég átti að klæða mig. Það er ákaflega mikilvægt að fötin séu einföld, þá eru þau oft áhrifamest. Það er gott að ganga í aðskornum kjól, sem fell- ur þétt að líkamanum og sýnir vel útlínur hans. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með mikið af skartgripum, ef hægt er að komast hjá því. Og umfram allt á maður ekki að ganga í neinu undir kjólnum, ef það er hægt. Ég nota aldrei brjóstahöld nema ef efnið er fremur gagn- sætt. Umfram allt ekki að nota magabelti og eyðileggja þar með þessar réttu og eðlilegu línur. Haltu maganum inn og styrktu magavöðvana. Ef þú getur ekki haldið honum inni, þá verðurðu að megra þig. Ég var nýlega að því spurð, hvað ég teldi veigamest fyrir mig sem stjörnu. Ég svaraði því til, að maður yrði að hafa það á til- finningunni, að maður væri stjarna. Ef maður hefur ekki þá tilfinningu, verður ekki komið fram við mann eins og stjörnu. Ég á ekki við það, að maður eigi að gera sig merkilegan — mað- ur á aldrei að líta niður á fólk. Vertu ávallt kurteis við aðra. Ef fólki er illa við mann, er aldrei hægt að verða stjarna. * 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.