Heimilisritið - 01.02.1958, Page 34

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 34
með þessum orðum: ,,Nú nenni ég ekki að svara fleiri heimsku- legum spurningum, nú vil ég fara heim að sofa, verið þið bless og takk fyrir.“ í þetta sinn hafði hann þó gengið einum of langt. Hann var ákærður fyrir að hafa sýnt rannsóknarnefndinni fyrir- litningu og var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi. Þessir fjórir herrar voru aðal- mennirnir í Morð h.f., sem var upp á sitt bezta á bannárunum. — Eftir síðari heimsstyrjöláina blómstraði þetta hræðilega félag aftur og það var Albert Ana- stasia, sem var tengiliðurinn milli gamla félagsins og hins nýja. Hinir stóru í glæpaheiminum skiptu Bandaríkjunum á milli sín í ákveðin svæði, og hafði hver völdin á sínu svæði. í hvert skipti, sem útrýma þurfti ein- hverjum bófa, sem skeði oft, varð hlutafélagið fyrst að samþykkja aftökuna. A seinni árum kynntust menn bezt valdi bófanna þegar ýmis- legt komst upp um starfsemi þeirra við höfnina í New 'V ork. Albert Anastasia og bræður hans Anthony og Jerry hafa verið fremstir í flokki stórglæpamann- anna, sem drottna yfir verkalýðs- félagi hafnarverkamanna og hafa kúgað stórfé út úr útgerðarmönn- um og flutningafyrirtækjum, svo að nemur hundruðum milljóna dollara á ári. Verkalýðsfélagi hafnarverkamanna breyttu þeir bræður úr heiðarlegum félags- skap í ósigrandi afl, og útgerð- armenn hafa orðið að borga stór- mikið fé til þess að forðast verk- föll. Nú er stórglæpamaðurinn Al- bert Anastasia dauður, og bana- menn hans hafa gert bandaríska þjóðfélaginu stóran og ómetan- legan greiða. Allt lífið var raf- magnsstólinn búinn að bíða eftir honum, en hann var of klókur til þess að láta ná sér í hann. Nú hlaut hann hinn sanna dauðdaga glæpamannsins — þó í öðrum stól væri. * Eini vandinn „Bezta ráðið til að sefa óða stúlku,“ sagði sálfræðingurinn, „er að kyssa hana.“ „Já, en hvernig á að fara að því að gera þær óðar?“ var hann spurður. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.